19 nóv. 2021

Niðurstöður atkvæðagreiðslu vegna starfsmats hjá Reykjavíkurborg

Í samræmi við fylgiskjal X í kjarasamningi Félags íslenskra náttúrufræðinga og Reykjavíkurborgar dagsettum 1. janúar 2020, fór fram atkvæðagreiðsla um inngöngu félagsmanna í starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar frá 1. jan 2022. Atkvæðagreiðsla fór fram dagana 22. október til 26. október og voru niðurstöður eftirfarandi:

Leið A – Óbreytt staða 11 atkvæði, 24,44%

Leið B – Starfsmatskerfi 34 atkvæði, 75,56%

Reykjavíkurborgar frá og með

  1. jan 2022

Kosningaþátttaka var 63,38%.

Því telst innganga í starfsmatskerfi Reykjavíkurborgar samþykkt af félagsmönnum FÍN sem starfa hjá Reykjavíkurborg frá 1. janúar 2022.