8 nóv. 2021

Yfirlýsing frá Félagi íslenskra náttúrufræðinga

Félag íslenskra náttúrufræðinga fagnar því að Landspítalinn hafi í hyggju að taka upp álagsgreiðslur fyrir þá starfsmenn sem vinna í framlínunni við umönnun Covid-19 sjúklinga. Félagið vill þó árétta nauðsyn þess að verðlauna einnig það starfsfólk sem sinnir vinnu við rannsóknir á Covid-19 sýnum. Náttúrufræðingar og aðrir sem sinna rannsóknum hafa lagt fram mikið og óeigingjarnt starf alla daga, oft langt fram á kvöld sem og um helgar. Starfsfólk hefur verið undir gífurlegu álagi sem einnig ber að meta til launa.

Uppræting farsóttarinnar er verkefni allra heilbrigðisstétta og nauðsynlegt að meta framlag allra til launa.