20 okt. 2021

Atkvæðagreiðsla hjá félagsmönnum hjá Reykjavíkurborg

Líkt og kveðið er á um í kjarasamningi FÍN og Reykjavíkurborgar skal fara fram atkvæðagreiðsla um hvort félagsmenn vilji ganga inn í starfsmatskerfi borgarinnar. Atkvæðagreiðslan stendur frá 22. október, kl 12.00 til 26. október, kl. 12.00. Kosið er inni á mínum síðum á bhm.is. Ef einhver lendir í vandræðum með að kjósa er sá hinn sami beðinn um að hafa tafarlaust samband við skrifstofu félagsins.