2 jún. 2021

Vegna lækkaðra félagsgjalda

Frá og með 1. apríl sl. lækkaði félagsgjald FÍN úr 0,7% af heildarlaunum niður í 0,65% af heildarlaunum, en ákvörðun þess efnis var tekin á aðalfundi félagsins 25. mars sl.

Við beinum því til félagsmanna að athuga launaseðla vel og ganga úr skugga um að rétt félagsgjald sé dregið af þeim. Hafi rangt gjald verið dregið af félagsmanni þarf launagreiðandi að leiðrétta það með næstu launum.