10 maí 2021

Vegna styttingu vinnuvikunnar og töku orlofs

Stjórn FÍN hefur mótað afstöðu vegna töku orlofs eftir að stytting vinnuvikunnar tók gildi. Í samræmi við kjarasamninga FÍN og opinbera aðila var vinnuvikan stytt hjá dagvinnufólki um áramótin og 1. maí hjá vaktavinnufólki. Eftir gildistöku styttingu vinnuvikunnar telst daglegur vinnutími hafa verið styttur um 13 mín og er hann því 7 klst. og 47 mín. eða vikulegur vinnutími um 38 klst. og 55 mín.

Í samningum FÍN felst að öllum félagsmönnum er tryggður 30 daga orlofsréttur (ríki og Reykjavíkurborg) eða 240 orlofsstundir ( Samband íslenskra sveitarfélaga). Við útreikning á töku orlofs vegna áhrifa styttingar vinnutíma ber vinnuveitanda að draga frá 7 klst. og 47 mín frá fyrir hvern heilan nýttan orlofsdag. Þetta leiðir til þess að 240 klst. orlofsréttur nemur 30 dögum, 6 klst. og 41 mín. við úttekt.