25 jan. 2021

Sala á ferðaávísunum er hafin á orlofsvef OBHM

Sala á  ferðaávísunum er hafin á orlofsvef OBHM

 

  • Fram til þessa hefur sjóðfélögum staðið til boða að kaupa hótelmiða sem gefnir eru út af hótelum og gistiheimilum. Þetta heyrir nú sögunni til því ferðaávísunin er rafræn og hægt er að kaupa hana í gegnum orlofsvef OBHM.
  • Sjóðfélagi ræður fyrir hversu háa upphæð hann kaupir en ferðaávísunin mun gilda á yfir 50 íslenskum hótelum og gistiheimilum. Til að innleysa ávísunina þarf sjóðfélagi einungis að mæta á hótelið þar sem hann hyggst nýta ferðaávísunina og gefa upp kennitölu sína.
  • Ef handhafi ferðaávísunar vill breyta ferðaáformum sínum, eða ef hótelið er fullbókað þá nótt sem hann hyggst gista, getur hann fyrirhafnarlaust notað ávísunina hjá öðru hóteli.
  • Sjóðfélagar munu geta skoðað þau tilboð sem hótel og gistiheimili gera þeim hverju sinni á orlofsvef BHM.
  • Hægt verður að nota ferðaávísunina til þess að greiða fyrir alla þjónustu á hóteli.
  • Orlofssjóður BHM gerir þá kröfu til hótelanna að betri tilboð fyrir sömu vöru sé ekki að finna annars staðar og að hótelin bjóði sjóðfélögum sín bestu kjör.

 

Niðurgreiðsla

  • Orlofssjóður BHM niðurgreiðir ferðaávísanir um 35% eða að hámarki 7.000 kr. á almanaksári.
  • Þannig er niðurgreiðsla af 20.000 kr. ferðaávísun 7.000 kr. en hægt er að kaupa ferðaávísanir fyrir hærri upphæðir án þess að niðurgreiðslu njóti við.
  • Eins er hægt að kaupa ferðaávísanir fyrir lægri fjárhæðir og í mörgum atrennum en 35% niðurgreiðsla reiknast þá á hver kaup þar til 7.000 kr. hámarki er náð.

Punktafrádráttur

  • Greiddur er 1 punktur fyrir hverjar 1.000 kr. af niðurgreiðslu.

Á árinu 2021 verða niðurgreiddar ferðaávísanir seldar í takmörkuðu upplagi. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að óháð því hvort ferðaávísun er niðurgreidd eða ekki þá er um að ræða inneign á hótelum á mjög góðum kjörum.