21 des. 2020

Stofnun fyrirtækis og frumkvöðlastarfsemi

Haukur Guðjónsson hélt fyrirlestur í streymi hjá BHM þriðjudaginn 15. desember um frumkvöðlastarfsemi og stofnun fyrirtækja.

Fyrirlesturinn er nú aðgengilegur á síðunni Fræðsla fyrir félagsmenn fram til þriðjudagsins 29. desember.

Haukur Guðjónsson frumkvöðlaþjálfi býr yfir tveggja áratuga reynslu af frumkvöðlastarfi og hefur sjálfur stofnað sjö fyrirtæki í tveimur heimsálfum og þremur löndum. Nú sérhæfir hann sig í því að veita frumkvöðlum þá leiðsögn og stuðning sem þeir þurfa til að ná árangri í fyrirtækjarekstri. Á meðan á fyrirlestrinum stóð gátu áhorfendur sent inn fyrirspurnir sem var svarað í lok fyrirlestursins.

Haukur fór yfir eftirfarandi atriði:

  • Hvað er frumkvöðull?
  • Mismunandi gerðir fyrirtækja
  • Viðskiptahugmyndir
  • Félagaform
  • Stofnun ehf.
  • Góð ráð og algeng mistök