20 nóv. 2020

Nýjar úthlutunarreglur hjá Styrktarsjóði BHM

Félag íslenskra náttúrufræðinga vekur athygli á því að 12 nóvember síðastliðinn tóku gildi nýjar úthlutunarreglur hjá Styrktarsjóði BHM. Breytingarnar lúta meðal annars að upphæð sjúkradagpeninga, hækkun á líkamsræktarstyrk, hækkun á gleraugnastyrk og breytinga á reglum er lúta að tannviðgerðum. Einnig er hægt að sækja oftar um styrk en einu sinni á hverju tólf mánaða tímabili.


Þeir félagar FÍN sem starfa hjá opinberum aðilum eru aðilar að styrktarsjóð FÍN.