7 okt. 2020

Hefur vinnustaðurinn þinn hafið undirbúning á styttingu vinnuvikunnar?

Samkvæmt kjarasamningum hjá hinu opinbera, sveitarfélögum og borg mun vinnuvikan hjá dagvinnufólki styttast 1. jan næstkomandi. Innleitt hefur verið sérstakt ferli til að framkvæma styttinguna, mikilvægt er að félagsmenn kynni sér málið vel og taki afstöðu svo styttingin nýtist sem best.

Markmið með styttingu vinnuvikunnar eru:

· Að bæta vinnustaðamenningu

· Að bæta nýtingu vinnutíma án þess að draga úr skilvirkni og gæðum þjónustu

· Að tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika starfsfólk og stofnana sem og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Viljir þú fá nánari upplýsingar um ferlið hafa verið settir upp vefir sem útskýra ferlið.

Ríkið: https://betrivinnutimi.is

Sveitarfélögin: : https://www.samband.is/verkefnin/kjaraog-starfsmannamal/betri-vinnutimi/

Reykjavíkurborg: https://reykjavik.is/betrivinnutimi

Einnig er hægt að fá ráðgjöf hjá skrifstofu FÍN. Við bendum á að hægt er að bóka rafrænan vinnustaðafund með formanni FÍN þar sem meðal annars er farið yfir styttinguna ásamt fleiri málefnum.

Við hvetjum alla til að senda póst á fin@bhm.is til að bóka vinnustaðafund eða með því að hafa samband við trúnaðarmann.