20 sep. 2020

Skrifstofa FÍN og BHM lokaðar fyrir heimsóknir, starfsmenn vinna heima!

Dagana 21. september til og með 23. september verður skrifstofa FÍN og skrifstofa BHM lokaðar fyrir heimsóknir. Tilmæli eru frá sóttvarnarlækni að sem flestir sem það geti vinni heima sé þess nokkur kostur! Starfsmenn BHM og FÍN vinna því heima næstu þrjá daga, en áfram verður hægt að senda okkur tölvupóst á netfangið fin@bhm.is og biðja um símtal eða fjarfund í gegnum fjarfundarbúnað.