31 júl. 2020

Skrifstofan opnar 10. ágúst en verður áfram lokuð fyrir almennar heimsóknir til 13. ágúst a.m.k.

Félag íslenskra náttúrufræðinga fylgir sömu takmörkunum og BHM hvað varðar aðgerðir vegna COVID-19. Skrifstofa félagsins opnar 10. ágúst en lokað verður fyrir almennar heimsóknir á skrifstofuna til a.m.k. 13. ágúst. Hægt verður að ná símasambandi við félagið á opnunartíma sem er milli 15:00 og 16:00 alla virka daga nema föstudaga. Öllum tölvupóstum sem berast félaginu á netfangið fin@bhm.is verður svarað eins fljótt og kostur er og innan tveggja virkra daga. Nauðsynlegir fundir fara fram í gegnum fjarfundarbúnað.

Sjá nánar frétt BHM.