25 jún. 2020

Samið við Reykjavíkurborg

Félagið hefur gengið frá kjarasamningi við Reykjavíkurborg og mun kynning fara fram á samningnum á þriðjudag í næstu viku. Atkvæðagreiðslu þarf að ljúka eigi síðar en 3. júlí nk. Samningurinn er afturvirkur til 1. apríl 2019 og gildir til loka mars 2023. Félagsmenn munu fá tölvupóst frá félaginu 26. júní ásamt afriti af kjarasamningnum, upplýsingar um staðsetningu kynningarfundar ásamt fundarstíma. Einnig verða sendar út upplýsingar hvernig félagsmenn hjá Reykjavíkurborg geta greitt atkvæði um samninginn.