25 jún. 2020

Greitt um mánaðarmótin til ríkisstarfsmanna

Félaginu hefur borist tilkynning frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins um að félagsmenn FÍN sem starfa hjá ríkinu munu fá leiðréttingu á launum sínum um næstu mánaðarmót. Afturvirkar greiðslur ná til 1. apríl 2019 en eingreiðslur sem greiddar voru á árinu 2019 koma til frádráttar.