12 jún. 2020

Kjarasamningur FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykktur!

Atkvæðagreiðsla um framlengingu og breytingu á kjarasamningi FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var 4. júní sl., fór fram dagana 9. júní til 12. júní 2020. Á kjörskrá voru 62 og greiddu 34 atkvæði um samninginn. Kosningaþátttaka var því 54,839%.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Já sögðu 30 eða 88,24%

Nei sögðu 4 eða 11,76%

Enginn skilaði auðu.

Framlenging og breytingar á kjarasamningi FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga skoðast því samþykktur.