5 jún. 2020

Ekkert bólar á niðurstöðu Félagsdóms ennþá!

Það er áhyggjuefni að enn er ekki komin niðurstaða í máli ríkisins gegn félaginu vegna niðurstöðu um atkvæðagreiðslu um samkomulag og framlengingu á kjarasamningi FÍN og ríkisins. Dómarar dómstólsins virðast enn liggja undir feldi! Vonandi eigum við von á niðurstöðu í næstu viku, en félagið lagði áherslu á að málinu yrði flýtt eins og kostur er.