17 apr. 2020

Kjarasamningur FÍN og ríkisins felldur!

Þann 2. apríl 2020 undirrituðu aðilar, Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs og Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), kjarasamning með fyrirvara um samþykki félagsmanna.

Í rafrænni atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, 17. apríl 2020 kl: 12:00, höfðu 564 greitt atkvæði eða 68,447% félagsmanna á kjörskrá.

Niðurstaða var eftirfarandi:

Já sögðu 48,8%

Nei sögðu 51,2%

Alls 21 skilaði auðu.

Kjarasamningurinn er ekki samþykktur