3 apr. 2020

Undirritun kjarasamnings FÍN við ríkið

Fulltrúar ellefu aðildarfélaga BHM* gengu í dag frá undirritun nýs kjarasamnings við ríkið þar með talið FÍN. Gildistími nýs samnings er frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023. Samninganefndir ellefu aðildarfélaga BHM stóðu frammi fyrir því að taka afstöðu til tilboðs Samninganefndar ríkisins. Í ljósi fordæmalausrar stöðu í samfélaginu var ákveðið að bera samninginn undir félagsmenn í atkvæðagreiðslu. Sjá frétt á vefsíðu BHM.

Efni samningsins verður kynnt félagsmönnum á næstu dögum en allir félagsmenn FÍN sem eru með starfa hjá ríkinu og eru með skráð netfang hjá félaginu munu fá tölvupóst um helgina með upplýsingum um samninginn og um þá kynningarfundi sem haldnir verða í næstu viku. 

Atkvæðagreiðslu lýkur eigi síðar en 17. apríl næstkomandi. 

Ef félagsmenn hafa ekki fengið tölvupóst að morgni mánudags þá vantar okkur rétt netfang og við biðjum ykkur þá vinsamlegast um að senda okkur upplýsingar um rétt netfang í gegnum fin@bhm.is .

Allir fundir munu fara fram í gegnum fjarfundarbúnað. Félagsmenn munu fá link til að skrá sig til þátttöku á fundinn, en aðeins 100-250 manns geta verið á hverjum fundi í einu í gegnum fjarfundarbúnað en félagsmenn FÍN hjá ríkinu eru 904 talsins. Við biðjum því félagsmenn um að skrá sig til þátttöku á fundina þegar þeir fá tölvupóst frá okkur svo við getum skipulagt kynningu á samningum þannig að hún nái til allra sem vilja kynna sér samninginn.

Stefnt er að atkvæðagreiðsla hefjist 8. apríl nk. og að henni ljúki eigi síðar en 17. apríl næstkomandi. Félagsmenn FÍN, en aðeins 807 geta kosið um samninginn, munu fá rafrænan atkvæðaseðil í gegnum " Mínar síður " til að greiða atkvæði um samninginn. Aðeins félagsmenn með fulla aðild að félaginu geta kosið um samninginn, þannig að ef þið fáið ekki sendan atkvæðaseðil í lok næstu viku þá hvetjum við ykkur til sem fyrst að sækja formlega um aðild að félaginu og senda með umsóknininni afrit af prófskírteini.

*BHM- félögin ellefu sem gengu frá kjarasamningi við ríkið eru:

 • Dýralæknafélag Íslands (DÍ)
 • Félag geislafræðinga (FG)
 • Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH)
 • Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN)
 • Félag lífeindafræðinga (FL)
 • Félagsráðgjafafélag Íslands (FÍ)
 • Iðjuþjálfafélag Íslands (IÞÍ)
 • Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH)
 • Ljósmæðrafélag Íslands (LMFÍ)
 • Sálfræðingafélag Íslands (SÍ)
 • Þroskaþjálfafélag Íslands (ÞÍ)