27 mar. 2020

Upplýsingar til félagsmanna vegna COVID-19

Bandalag háskólamanna (BHM) hefur tekið saman efni og upplýsingar er tengjast launþegum vegna COVID-19. Félagið hefur látið útbúa hnapp á forsíðuna á vefsíðu FÍN sem tengir okkur við upplýsingarnar hjá BHM. Félagið hvetur félagsmenn til að kynna sér þetta efni.  Ef enn er eitthvað óljóst um réttarstöðu eftir þann lestur eða eitthvað vantar upp á útskýringar varðandi réttarstöðu okkar félagsmanna þá þá viljum við gjarnan að félagsmenn sendi okkur erindi í tölvupósti á netfangið fin@bhm.is og við svörum erindinu eins fljótt og kostur er.