6 mar. 2020

Neyðarstig virkjað - BHM og FÍN

Starfsemi BHM og FÍN á meðan neyðarstig er í gildi.

Faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.

Starfsemi BHM og aðildarfélaga getur raskast eftir því hver fyrirmæli sóttvarnalæknis um samkomubann eða fundarhöld verða. 

Lögð verður áherslu á ráðgjöf í gegnum síma og tölvupóst og netspjall.

Lokað er fyrir heimsóknir í Þjónustuver BHM og skrifstofu FÍN á meðan neyðarstig er í gildi.