6 mar. 2020

Aðildarfélög BHM hafa ekki undirritað samkomulag um styttingu vinnuvikunnar

Yfirlýsing frá BHM
Vegna fréttaflutnings af samkomulagi sem undirritað var sl. miðvikudag og varðar styttingu vinnuviku fyrir vaktavinnufólk, vill BHM koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

BHM átti fulltrúa í vinnuhópi sem samningsaðilar fólu að útfæra styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnuhópa hjá ríki og sveitarfélögum. Vinnuhópurinn hefur nú lokið störfum og skilað áliti.

Í fjölmiðlum hefur verið gefið í skyn að náðst hafi samkomulag milli allra samningsaðila um hvernig standa skuli að styttingu vinnuvikunnar hjá fyrrnefndum hópum.

Þetta er rangt.

Hið rétta er að aðildarfélög BHM hafa ekki undirritað slíkt samkomulag en samningsumboðið er hjá þeim.