Undirritun samnings um gestaaðild
Á fundi náttúrufræðinga á Norðurlöndunum var samningur milli sjö stéttarfélaga um gestaaðild undirritaður
Í dag undirrituðu formenn sjö stéttarfélaga náttúrufræðinga á Norðurlöndunum samning um gestaaðild. Umræddur samningur heimilar félagsmönnum okkar að sækja um gestaaðild að einhverju þeirra sjö stéttarfélaga ef þeir starfa eða eru í námi í því landi (gestgjafalandi). Gestaaðild tryggir félagsmönnum okkar þjónustu í því landi án endurgjalds en félagsmenn halda áfram að greiða félagsgjald til stéttarfélags síns í sínu heimalandi.
Félagið hefur verið mjög spennt yfir gerð þessa samnings og með undirritun hans nær þjónusta við félagsmenn FÍN núna út fyrir landsteinanna að því marki sem viðkomandi stéttarfélög geta veitt. Sú þjónusta sem veitt yrði af hálfu samstarfsstéttarfélaga okkar væru sú sama og viðkomandi stéttarfélag veitir sínum félagsmönnum.
Tekin var hópmynd af formönnum og framkvæmdastjórum sem sitja fund náttúrufræðinga á Norðurlöndunum, frá vinstri til hægri: Hans-Henrik Jørgensen (Jordbrugsakademikerne í Danmörku), Maríanna H. Helgadóttir (FÍN), Dagfinn Hatløy (Naturviterna í Noregi), Ilmari Halinen (Agronomiliitto í Finnlandi), Erik Petré (Naturvetarna í Svíþjóð) og Helena Herttuainen (Loimu í Finnlandi). Camilla Gregersen (Dansk Magisterforening í Danmörku) vantar á myndina.
Mynd af undirritun norska samstarfsaðilanum, Dagfinn Hatløy:
Mynd af undirritun af hálfu annars finnska samstarfsaðilanum, Helena Herttuainen:
Mynd af undirritun af hálfu danska samstarfsaðilanum, Hans-Henrik Jørgensen:
Mynd af undirritun af hálfu formanns FÍN:
Mynd af undirritun af hálfu annars finnska samstarfsaðilanum, Ilmari Halinen:
Mynd af undirritun af hálfu sænska samstarfsaðilanum, Erik Petré