13 mar. 2019

Námskeið hjá BHM - Leiðir til að forðast kulnun

Vegna mikils áhuga verður námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM um leiðir til að forðast kulnun haldið í þriðja sinn þriðjudaginn 2. apríl í Ásbrú, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6, milli kl. 9:00 og 12:30. 

Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu en skrá þarf þátttöku fyrirfram á vefsíðu BHM

Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gildir reglan ,,fyrstir koma, fyrstir fá“.