26 feb. 2019

Auglýst er eftir framboðum til trúnaðarstarfa innan BHM

Auglýsing frá uppstillinganefnd BHM

Uppstillinganefnd BHM hefur óskað eftir tilnefningum frá aðildarfélögum BHM í eftirtaldar trúnaðarstöður, sjá auglýsingu á vefsvæði BHM. Félagsmenn FÍN eru hvattir til að kynna sér meðfylgjandi auglýsingu og gefa kost á sér í lausar trúnaðarstöður og tilkynna um framboð sitt til FÍN eigi síðar en kl. 10:00 þann 4. mars nk. með því að senda tölvupóst á fin@bhm.is

Stjórn FÍN mun fjalla um allar tilnefningar sem berast á félaginu á stjórnarfundi þann 4. mars nk. og taka afstöðu til þess hverja stjórn tilnefnir til uppstillinganefndar BHM. FÍN getur aðeins tilnefnt einn aðila í auglýstar trúnaðarstöður. 

Allar frekari upplýsingar veitir formaður félagsins, Maríanna H. Helgadóttir, um netfangið formadurfin@bhm.is eða í síma 864-9616. 

Framboðum skal skila með tölvuósti á netfangið fin@bhm.is.   

(Fréttinni var breytt 26.02.2019)