20 nóv. 2018

Námstefna hjá ríkissáttasemjara

Þrír stjórnarmeðlimir FÍN tóku þátt í námstefnu í samningagerð hjá ríkissáttasemjara

Dagana 1. - 3. október var haldin af hálfu ríkissáttasemjara námstefna í samningagerð þar sem tæplega 80 manns, sem eiga sæti í samningafundum bæði stéttarfélaga og launagreiðanda á almennum sem og opinberum markaði, tóku þátt og fræddust um ýmis atriði sem hjálpað geta til við kjarasamningsgerð.  

Til sérstakar umfjöllunar í námstefnunni var góð samskipti, teymisvinnu, lög og reglur á íslenskum vinnumarkaði, efnahagslegt samhengi kjarasamninga, samningafærni, samskipti og ábyrgð og kjarasamningagerð á tímum samfélagsmiðla.

Þrír stjórnarmeðlimir FÍN, þær Stella Hrönn Jóhannsdóttir, Guðrún Nína Petersen og Ásdís Benediktsdóttir tóku þátt í þessari námstefnu og sjá má þær hér á mynd eftir námstefnuna eftir að þær tóku við viðurkenningarskjölum sínum.

Mynd-stjornarmedlimir-FIN-namstefna