13 nóv. 2018

Undirritun stofnanasamnings milli FÍN og ÁTVR

Þann 13. nóvember 2018 var undirritaður stofnanasamningur milli FÍN og Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) sem tók gildi 1. janúar 2018.  FÍN þakkar þeim sem komu að samningsferlinu fyrir samstarfið.
Samningurinn hefur verið vistaður á heimasíðu félagsins undir stofnanasamningar og nálgast má hér. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samningsins og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.
FÍN hefur ekki áður tilkynnt um undirritun stofnanasamninga sérstaklega en með breyttu fyrirkomulagi mun FÍN hér eftir tilkynna um breytingar og/eða endurnýjum á stofnanasamningum sem og gerð nýrra samninga. Vonast er eftir að með því verði þjónusta FÍN bætt enn frekar.