16 maí 2018

Seinkun á innleiðingu starfsmats - Upplýsingar um framhaldið

Launatafla fyrir bráðabirgðaröðun starfa hækkar um 3,4% frá 1. júní 2018 

Í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við aðildarfélög BHM frá árinu 2016 var samið um upptöku starfsmatskerfisins SAMSTARF.  Aðgerðaráætlun sem fylgir kjarasamningunum gerir ráð fyrir innleiðingu starfsmatsins í þremur skrefum, en innleiðingarferlinu skal lokið fyrir 1. júní 2018.

Reyndin hefur orðið sú að mat á störfum samkvæmt starfsmati, hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir í kjarasamningum. Það liggur því fyrir að innleiðingarferli starfsmats fyrir háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaga verður ekki lokið fyrir 1. júní 2018.

Til að bregðast við þessum aðstæðum og tryggja örugga innleiðingu starfsmats hafa aðilar orðið sammála um eftirfarandi:

  • Frá 1. júní 2018 gildir bráðabirgðaröðun starfa áfram þar til starfsmatsniðurstaða og ný launaröðun liggur fyrir.
  • Launatafla fyrir bráðabirgðaröðun starfa hækkar um 3,4% frá 1. júní 2018.   
  • Þrátt fyrir tafir á upptöku starfsmats gildir starfsmatsniðurstaða engu að síður frá 1. júní 2018 samkvæmt gildandi launatöflu starfsmatsfélaga.
  • Verði niðurstaða starfsmats hærri en bráðabirgðaröðun mun starfsmaður raðast samkvæmt henni þegar hann hefur afsalað sér föstum viðbótargreiðslum eða þeim verið sagt upp í samræmi  útfærslu reiknivélar 2.
  • Verði niðurstaða starfsmats lægri en bráðabirgðaröðun ber að lækka röðun starfsins til samræmis við þá niðurstöðu þremur mánuðum eftir að starfsmatsniðurstaða hefur verið tilkynnt af framkvæmdanefnd.
  • Stefnt skal að því að innleiðingu starfsmats verði lokið eigi síðar en 31. desember 2018.

Rett_blatt_stort