25 apr. 2018

1. maí hátíðarhöld í Reykjavík 2018 – Sterkari saman!

FÍN hvetur félagsmenn til að mæta í Borgartún 6 kl. 13:00, sækja fána og skilti og ganga svo fylktu liði út á Laugaveg þaðan sem gangan leggur af stað kl. 13:30.

Eins og undanfarin ár tekur BHM þátt í að skipuleggja kröfugöngu og hátíðardagskrá í Reykjavík í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi launafólks 1. maí. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, verður annar tveggja ræðumanna á Ingólfstorgi í ár.

Að venju safnast félagsmenn aðildarfélaga BHM og starfsmenn þeirra saman í Borgartúni 6 áður en gangan heldur af stað. FÍN hvetur félagsmenn til að mæta í Borgartún 6 kl. 13:00, sækja fána og skilti og ganga svo fylktu liði út á Laugaveg þaðan sem gangan leggur af stað kl. 13:30.

Dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna í Reykjavík 2018 – Sterkari saman!

Safnast saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00.
Kröfugangan hefst kl. 13:30.
Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni.

Útifundur á Ingólfstorgi settur klukkan 14:10.

Dagskrá:
- Síðan skein sól
- Ræða: Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
- Síðan skein sól
- Ræða: Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM
- Heimilistónar
- Heimilistónar og Síðan skein sól / Samsöngur - Maístjarnan og Internasjónalinn
- Fundarstjóri: Þórarinn Eyfjörð

Öll dagskráin verður táknmálstúlkuð og Kolbrún Völkudóttir mun syngja á táknmáli í tónlistaratriðum.

Sjá nánar á facebook síðu 1. maí: https://www.facebook.com/1.mai.island/

1.mai