20 mar. 2018

Óskað er eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka þátt í að byggja BHM upp til framtíðar.

Frestur til að skila inn framboðum til 4. apríl nk. 

Ágætu félagsmenn FÍN.

Senn líður að aðalfundi BHM sem haldinn verður þann 8. maí nk. Uppstillinganefnd BHM óskar því eftir að aðildarfélög BHM skili inn framboðum í laus embætti sem kosið verður um á aðalfundinum. Frestur til að skila inn framboðum er til 4. apríl nk.  

Meðfylgjandi er auglýsing þar sem óskað er eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka þátt í að byggja BHM upp til framtíðar. Í auglýsingunni kemur fram hvaða embætti eru laus. Hafir þú áhuga er þér bent á að hafa samband við framkvæmdastjóra FÍN fyrir 4. apríl nk.