1 mar. 2018

FÍN undirritar kjarasamning við ríkið.

Nýr kjarasamningur verður kynntur félagsmönnum á áður boðuðum félagsfundi 1. mars kl. 14:00. 

Félag íslenskra náttúrufræðinga undirritaði í nótt kjarasamning við ríkið.  

Nýr kjarasamningur verður því kynntur félagsmönnum á félagsfundi sem áður hafði verið boðað til vegna stöðu í kjaraviðræðum við ríkið. Fundurinn fer fram í dag, 1. mars, kl. 14:00.  

Atkvæðagreiðsla mun hefjast eftir helgina. Félagsmenn FÍN sem starfa hjá ríkinu eru sem fyrr hvattir til að mæta til fundarins. Þeir sem ekki komast á fundinn geta haft samband um netfangið fin@bhm.is og nálgast upplýsingar um aðgengi fundarins í gegnum fjarfundarbúnað.