26 jan. 2018

Námskeið á vegum BHM á vorönn 2018.

FÍN hvetur félagsmenn sína til að sækja áhugaverð námskeið á vegum BHM. Námskeiðin eru opin félagsmönnum án endurgjalds. 

BHM býður kjörnum fulltrúum aðildarfélaga, starfsmönnum þeirra, trúnaðarmönnum og almennum félagsmönnum að sækja áhugaverð námskeið á vorönn 2018. Meðal annars verður boðið upp á námskeið um efnahagsumhverfi kjarasamninga, vinnutengda streitu, einelti á vinnustað og undirbúning starfsloka, svo dæmi séu nefnd. Námskeiðin eru opin félagsmönnum aðildarfélaga án endurgjalds. 

Hér má nálgast fræðsludagskrá vorannar 2018.

Opnað verður fyrir skráningu á vef BHM (sjá hér) kl. 12:00 á hádegi þriðjudaginn 30. janúar nk. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er yfirleitt takmarkaður og því gildir að fyrst koma – fyrst fá. Námskeiðin verða kennd í húsnæði BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík, 3. hæð, en væntanlega verða einhver þeirra einnig haldin á Akureyri í samstarfi við Akureyrarbæ og Ísafirði í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Dagsetningar námskeiða á Akureyri og Ísafirði verða auglýstar síðar.

Á seinni hluta vorannar mun BHM  stórefla fræðslu til félagsmanna, trúnaðarmanna og stjórnenda um kynbundna og kynferðislega áreitni. Þetta verður auglýst nánar síðar. 

Athugið að flestum námskeiðanna verður jafnframt streymt á streymissíðu BHM.

Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar sem, ef út þær fer, verða kynntar hér á vefnum.