5 okt. 2017

Vinnuverndarvikan 2017

Vinnueftirlitið stendur fyrir vinnuverndarráðstefnum 6. og 19. október undir yfirskriftinni "Vinnuvernd alla ævi "

6. október - Vinnuvernd alla ævi – Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?

Vinnueftirlitið stendur fyrir vinnuverndarráðstefnu sem ber yfirskriftina "Vinnuvernd alla ævi – Er hægt að eldast í ferðaþjónustu?" og verður hún haldin á Hótel Borgarnesi 6. október  kl. 13-16. 

Á ráðstefnunni verður sjónum beint að mikilvægi vinnuverndar í ferðaþjónustu og áhrifum vinnuumhverfisins á starfsmenn. Aðgangur að ráðstefnunni er öllum opin án endurgjalds en skráning er skilyrði. Fjölbreyttur hópur fyrirlesara mun taka þátt í ráðstefnunni og hvetjum við alla þá sem láta sig málefnið varða að skrá sig á viðburðinn á heimasíðu stofnunarinnar, www.vinnueftirlit.is.

Dagskrá:

13:00  Setning

Margrét Björnsdóttir, stjórnarformaður Vinnueftirlitsins          

13:10  Sjálfbærni í ferðaþjónustu – hvar kemur vinnuvernd inn?

Helga Árnadóttir, Samtök ferðaþjónustunnar

13:30  Áhættumat í ferðaiðnaði

Friðjón Axfjörð, sérfræðingur hjá Samgöngustofu

13:50  Dagur í lífi leiðsögumanns  - í ljósi vinnuverndar

Jakob Jónsson, Félag leiðsögumanna

14.10  Áskoranir eldra fólks á vinnumarkaði

Óskar Marinó Sigurðsson, mannauðsráðgjafi

14:30 Hlé

14:50 OiRA- rafrænt verkfæri til að gera áhættumat á veitingastöðum

Guðmundur Kjerúlf, verkefnastjóri, Vinnueftirlit ríkisins

15:10 Vakinn – hvernig er tekið á vinnuverndarþáttum?

Ólöf Ýr Atladóttir, ferðamálastjóri

15:30 Er til gæðaumhverfi fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu?                                                

Þórir Erlingsson,  Háskólinn á Hólum         

15:50- 16:00  Samantekt  og ráðstefnu slitið    

Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins

Ráðstefnustjóri er Þórunn Sveinsdóttir hjá Vinnueftirlitinu. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna gefa Guðmundur Þór Sigurðsson (gts@ver.is) og Jóhann Friðrik Friðriksson (johann@ver.is) hjá Vinnueftirlitinu.

19. október - Vinnuvernd alla ævi – eflum sjálfbæra starfsævi.

Þann 19. október nk. stendur Vinnueftirlitið fyrir ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík sem ber yfirskriftina “Vinnuvernd alla ævi – eflum sjálfbæra starfsævi“. Forvarnir vegna vinnuslysa, heilsufarsvandamála og starfstengdra sjúkdóma eru nauðsynlegar alla starfsævina en áherslan að þessu sinni er á starfsumhverfi þeirra starfsmanna sem komnir eru yfir miðan aldur. Gestafyrirlesari á ráðstefnunni verður Dr. Joanne Crawford sem starfar hjá Fagstofnun um atvinnusjúkdóma (Institute of Occupational Medicine) í Edinborg í Skotlandi. Dr. Crawford hefur unnið að rannsóknum á sviði vinnuvistfræði, lýðheilsu og vinnuverndar um langt skeið og meðal annars skoðað heilsutengt samspil á milli vinnuumhverfis og aldurs starfsmanna. Ásamt Dr. Crawford mun góður hópur fyrirlesara halda erindi um ýmis málefni sem eiga það sameiginlegt að tengjast vinnuumhverfi eldra starfsfóks á Íslenskum vinnumarkaði. Aðgangur að ráðstefnunni er án endurgjalds en skráning er skilyrði og fer fram á heimasíðu stofunarinnar, vinnueftirlit.is

Dagskrá:

13:00  Setning

Þorsteinn Víglundsson, ráðherra félags- og jafnréttismála

13:10  Geta og takmarkanir eldri starfsmanna

Joanne Crawford

13:55 Vaktavinna, svefn og heilsa

Björg Þorleifsdóttir, lektor Háskóla Íslands

14:15 Heilsuefling í vinnu

Jóhann Friðrik Friðriksson, sérfræðingur Vinnueftirlitinu

14:35 Hlé

14:55 Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar

Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BSRB.

15:15  Hvernig geta þjónustuaðilar stutt vinnuvernd og áhættumat fyrirtækja?                       

Guðmundur Kjerúlf, verkefnastjóri Vinnueftirlitinu

15:35 (Kostir þess að hafa eldri starfsmenn í vinnu)

Sigurður Pálsson forstjóri Byko                                    

15:55- 16:00  Samantekt  og ráðstefnu slitið        

Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins 

Ráðstefnustjóri er Guðmundur Þór Sigurðsson hjá Vinnueftirlitinu. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna gefa  Guðmundur (gts@ver.is) og Jóhann Friðrik Friðriksson (johann@ver.is) hjá Vinnueftirlitinu.