4 jan. 2017

Helstu breytingar á reglum Styrktarsjóðs BHM 1. janúar 2017

Helstu breytingar á reglum Styrktarsjóðs BHM 1. janúar 2017 eru þessar:

Grein 2 f:
Verður: Aðild í launalausu leyfi: Sjóðfélagar halda réttindum í launalausu leyfi í allt að sex mánuði. Styrkréttur miðast þó við að viðkomandi hafi hafið störf að nýju. Ekki eru greiddir sjúkradagpeningar vegna veikinda í launalausu leyfi.

Var: Aðild í launalausu leyfi: Sjóðfélagar halda réttindum í launalausu leyfi í allt að þrjá mánuði. Styrkréttur miðast þó við að viðkomandi hafi hafið störf að nýju. Ekki eru greiddir sjúkradagpeningar vegna veikinda í launalausu leyfi.

Grein 2 h: 
Verður: Fellur niður.
Var: Endurhæfingarlífeyrir: Sjóðfélagi sem er að fara á endurhæfingarlífeyri hjá TR á rétt á sjúkradagpeningum í þrjá mánuði.

Grein 3 e:
Verður: Upphæð styrks - staðgreiðsla skatta: Ekki eru greiddir hærri styrkir en sem nemur framlögðum reikningum. Staðgreiðsla skatta er dregin af styrkfjárhæðum, þó ekki af líkamsræktarstyrk, meðferð á líkama og sál og dánarbótum. Sjóðfélagi í hlutastarfi sem greiðir minna en kr. 838 krónur í sjóðinn á mánuði síðastliðna 3 mánuði fær hálfan styrk frá sjóðnum. 
Var: Upphæð styrks - staðgreiðsla skatta: Ekki eru greiddir hærri styrkir en sem nemur framlögðum reikningum. Staðgreiðsla skatta er dregin af styrkfjárhæðum, þó ekki af líkamsræktarstyrk, meðferð á líkama og sál og dánarbótum. Sjóðfélagi í hlutastarfi sem greiðir minna en 715 krónur í sjóðinn á mánuði síðastliðna 3 mánuði fær aðeins hálfan styrk frá sjóðnum. 

Grein 4:
Verður: Mánaðargreiðsla miðast við starfshlutfall við upphaf veikinda.  Greiddar eru  kr. 18.480. fyrir hvern virkan dag, þ.e. 21,67 daga sem gerir kr. 400.462 á mánuði. Sjúkradagpeningar eru greiddir til viðbótar sjúkradagpeningum frá Tryggingastofnun. Sjá þó grein 4 b  vegna atvinnulausra.
Var: Mánaðargreiðsla miðast við starfshlutfall við upphaf veikinda. Greiddar eru 14.000 kr. fyrir hvern virkan dag, þ.e. 21,67 daga sem gerir kr. 303.380  á mánuði. Sjúkradagpeningar eru greiddir til viðbótar sjúkradagpeningum frá Tryggingastofnun. Sjá þó grein 4 b  vegna atvinnulausra.

Grein 6:
Verður: ÚTLAGÐUR KOSTNAÐUR VEGNA MEÐFERÐAR Á LÍKAMA OG SÁL, ANNARS EN LÆKNISKOSTNAÐAR
Endurgreiðsla vegna útlagðs kostnaðar er að hámarki kr. 33.000 á hverju 12 mánaða tímabili fyrir eftirfarandi: Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkranudd, sálfræðiþjónustu, hjúkrunarmeðferð, félagsráðgjöf, næringarráðgjöf meðferð hjá kírópraktor, osteópata, eða sambærilega meðferð hjá löggiltum heilbrigðisstarfsmanni. Smíði sérstakra innleggja hjá stoðtækjafræðingi eru einnig styrkt. Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar. Námskeið eru almennt ekki styrkt.
Var: ÚTLAGÐUR KOSTNAÐUR VEGNA MEÐFERÐAR Á LÍKAMA OG SÁL, ANNARS EN LÆKNISKOSTNAÐAR
Endurgreiðsla vegna útlagðs kostnaðar er að hámarki kr. 33.000 á hverju almanaksári fyrir eftirfarandi: Sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, sjúkranudd, sálfræðiþjónustu, hjúkrunarmeðferð, félagsráðgjöf, næringarráðgjöf meðferð hjá kírópraktor, osteópata, eða sambærilega meðferð hjá löggiltum heilbrigðisstarfsmanni. Smíði sérstakra innleggja hjá stoðtækjafræðingi eru einnig styrkt. Meðferð skal falla undir löggildingu viðkomandi starfsstéttar. Námskeið eru almennt ekki styrkt.

Grein 7:
Verður: KRABBAMEINSLEIT – greitt er eftirfarandi:
a) Fyrir reglubundna (kembileit) á brjósta- og/eða leghálskrabbameini er endurgreitt að fullu, þurfi félagsmaður að fara í framhaldsrannsókn er endurgreitt kr. 10.000. 
b) Krabbameinsskoðun í ristli er endurgreidd kr. 10.000.
c) Krabbameinsskoðun á blöðruhálskirtli er endurgreidd kr. 10.000.
Var: KRABBAMEINSLEIT – greitt er eftirfarandi:
Greitt er (að fullu eða að hámarki 10.000 kr.) fyrir reglubundna krabbameinsleit í brjóstum, legi, blöðruhálskirtli og ristli. Þurfi sjóðfélagi að fara í framhaldsrannsókn greiðir sjóðurinn þann kostnað einnig, að hámarki kr. 10.000

Grein 10:
Verður: LÍKAMSRÆKTARSTYRKUR
Veittur er líkamsræktarstyrkur að hámarki kr. 12.000. Styrkurinn miðast við 12 mánaða tímabil. Einungis er greitt fyrir líkamsrækt sem sjóðfélagi einn getur nýtt sér. 
Var: LÍKAMSRÆKTARSTYRKUR
Veittur er líkamsræktarstyrkur að hámarki kr. 12.000. Styrkurinn miðast við almanaksár. Einungis er greitt fyrir líkamsrækt sem sjóðfélagi einn getur nýtt sér.  

Grein 13:
Verður: TANNVIÐGERÐIR
Af þeim tannlæknakostnaði sem fer umfram kr. 100.000, fyrir fyrstu umsókn á hverjum 12 mánuðum er greiddur 30% styrkur. Hámarksstyrkur á hverju 12 mánaða tímabili er kr. 200.000.Hreinar fegrunaraðgerðir eru undanskildar. Reikningar mega vera allt að 12 mánaða gamlir miðað við umsóknardag.
Var: TANNVIÐGERÐIR
Af þeim tannlæknakostnaði sem fer umfram kr. 100.000, fyrir fyrstu umsókn á almanaksári er greiddur 30% styrkur. Hámarksstyrkur á hverju almanaksári er kr. 200.000.Hreinar fegrunaraðgerðir eru undanskildar. Reikningar mega vera allt að 12 mánaða gamlir miðað við umsóknardag.

Grein 14: 
Verður: MEÐFERÐ Á GLASAFRJÓVGUNARDEILD
Greitt er 30% af reikningi vegna tækni-, smásjár- eða glasafrjóvgunarmeðferða, lyf ekki innifalin. Hámarksstyrkur er 120.000 kr. á 12 mánaða tímabili.
Var: MEÐFERÐ Á GLASAFRJÓVGUNARDEILD
Greitt er 30% af reikningi vegna tækni-, smásjár- eða glasafrjóvgunarmeðferða, lyf ekki innifalin. Hámarksstyrkur er 120.000 kr. á almanaksári.

Grein 18:
Verður: FÆÐINGARSTYRKUR 
a. Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild. Upphæð styrks miðast við starfshlutfall.Sækja þarf um innan árs frá fæðingu barns. Fæðingarstyrkur er veittur til foreldris gegn framvísun fæðingarvottorðs og afriti af nýjum launaseðli (með réttu starfshlutfalli). Fullur styrkur fyrir barn fætt árið 2016 er kr. 200.000 til foreldris vegna hvers barns en lækkar í samræmi við starfshlutfall. Fullur styrkur fyrir barn fætt  árið 2017 er kr. 215.000 til foreldris vegna hvers barns en lækkar í samræmi við starfshlutfall. 
b. Hálfur styrkur er greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikur og andvana fæðingar.
Var: FÆÐINGARSTYRKUR 
a. Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild. Upphæð styrks miðast við starfshlutfall.Sækja þarf um innan árs frá fæðingu barns. Fæðingarstyrkur er veittur til foreldris gegn framvísun fæðingarvottorðs og afriti af nýjum launaseðli (með réttu starfshlutfalli). Fullur styrkur er kr. 200.000 til foreldris vegna hvers barns en lækkar í samræmi við starfshlutfall. 
b. Hálfur styrkur er greiddur vegna fósturláts eftir 18 vikur og andvana fæðingar.