Hverjir eru í FÍN?

  • Mynd: Edda Sigurdís Oddsdóttir

FÍN er stéttarfélag fólks sem hefur lokið hafa námi á háskólastigi t.d. diplómu, bakkalárprófi eða sambærilegri menntun á háskólastigi.

Félagsmenn starfa á fjölbreyttum starfsvettvangi og hér má skoða frekari upplýsingar um hvað félagsmenn gera og hvernig félagið er samsett.  



Við hvað fást félagsmenn?

Félagsmenn í FÍN sinna mjög fjölbreyttum störfum á íslenskum vinnumarkaði.  Hér eru nokkur dæmi um þá flóru:

  • Arkitektar
  • Búfræðikandidatar
  • Dýralæknar
  • Eðlisfræðingar
  • Efnafræðingar
  • Erfðafræðingar
  • Ferðamálafræðingar
  • Fiskifræðingar
  • Fornleifafræðingar
  • Geislafræðingar
  • Grafískir hönnuðir
  • Grasafræðingar
  • Haffræðingar
  • Hagfræðingar
  • Heilbrigðisgagnafræðingar
  • Hjúkrunarfræðingar
  • Hönnuðir
  • Iðnhönnuðir
  • Jarðeðlisfræðingar
  • Jarðfræðingar
  • Landfræðingar
  • Landslagsarkitektar
  • Lífeðlis- og lífefnafræðingar
  • Lífeindafræðingar
  • Líffræðingar  
  • Líftæknifræðingar
  • Lyfjafræðingar
  • Læknar
  • Mannauðsstjórar
  • Mannfræðingar
  • Matvælafræðingar
  • Meinatæknar
  • Næringarfræðingar
  • Sameindalíffræðingar
  • Sálfræðingar
  • Sjávarlíffræðingar
  • Sjávarútvegsfræðingar
  • Skógfræðingar
  • Stjarneðlisfræðingar
  • Stærðfræðingar
  • Tannlæknar
  • Tæknifræðingar
  • Tölfræðingar
  • Tölvunarfræðingar
  • Umhverfisfræðingar
  • Verkfræðingar
  • Veðurfræðingar
  • Viðskiptafræðingar
  • Vistfræðingar

Hvar starfa félagsmenn?

Íslenskir náttúrufræðingar stofnuðu stéttarfélag 21. febrúar 1955.  Á fyrstu árum félagsins voru félagar á bilinu 15-20, árið 1988 voru þeir orðnir 444 en eru í dag tæplega 1.800 (virkir og fullgildir félagar). Myndin hér til hliðar sýnir hlutfallslega skiptingu félagsmanna eftir starfsvettvangi fyrir fullgilda og virka félagsmenn. 

Stærstur hluti félagsmanna starfar á opinberum vinnumarkaði (hjá ríki og sveitarfélögum) en félagsmönnum á almennum vinnumarkaði hefur fjölgað mikið á síðustu árum, einkum í lyfjaiðnaði.

Félagsmenn sem greiða félagsgjöld af atvinnuleysisbótum voru 28 í febrúar 2013.  Ef tímabilið frá 2007 til 2013 er skoðað greiddu flestir félagsmenn félagsgjöld af atvinnuleysisbótum á miðju ári 2011 eða 48. 

Heimild: Félagatal FÍN (DK), feb. 2013