Sjálfstætt starfandi

Fiðrildi: Brynja Hrafkelsdóttir

Bandalag háskólamanna hefur safnað saman greinargóðum upplýsingum á vef sínum fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga. Þar er að finna mikilvægar upplýsingar um skattamál, tryggingar, félagsgjöld, sjóði, höfundarrétt og fleiri þætti sem skipta máli fyrir þennan hóp.

Þar má einnig finna reiknivél fyrir útselda vinnu sem var endurnýjuð í febrúar 2025.

Með notkun reiknivélarinnar geta félagsmenn tryggt að gjald fyrir útselda þjónustu endurspegli bæði verðmæti sérfræðiþekkingar þeirra og mikilvægi þess að byggja upp réttindi, svo sem til orlofs og stuðnings úr sjóðum stéttarfélaga.

Síða BHM fyrir sjálfstætt starfandi sérfræðinga

Reiknivél fyrir útselda vinnu