Staðan er vægast sagt ekki eins og best verður á kosið og hafa stjórnarslit og boðaðar kosningar ekki bætt þar úr skák. Við væntum þess að geta kynnt fyrir félagsfólki okkar á næstu vikum hvaða möguleikar liggja á borðinu og hvað okkar fólki býðst og þá þarf félagsfólk að taka afstöðu til þess hvort það fallist á þann kjarasamning sem borinn er á borð þeirra eða hvort halda skuli baráttunni áfram til að freista þess að ná betri árangri.
Með kærri kveðju,
Félag íslenskra náttúrufræðinga
