Fara í efni

Fréttir

01.03.2023

BHM endurnýjar samning við Akademias-enn fleiri námskeið í boði


BHM hefur endurnýjað samstarfssamning sinn við Akademias fyrir árið 2023-2024. Nú hafa námskeið frá Tækninám bæst við í úrvalið sem fyrir er í rafrænum fyrirtækjaskóla Akademias.

Nú má þar finna fjölda námskeiða um tæknimál, námskeið í forritum Office pakkans, námskeið í netöryggi og margt fleira.

Alls er um að ræða 105 námskeið og eru fleiri væntanleg í skólann

Aðgangur að fyrirtækjaskólanum er félagsfólki aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu.

Fyrri kóðar í fyrirtækjaskólann renna út 28. febrúar 2023 og biðjum við félagsfólk um að skrá sig að nýju til fá aðgang næsta árið, eða til
loka febrúar 2024. 

08.02.2023

Námskeið um evrópustyrki

Umsóknir í sjóði Evrópusambandsins
Fyrir þau sem eru að sækja um styrki í tengslum við rannsóknir eða aðra háskólatengda samvinnu.

Mánudaginn 13. febrúar kl. 12-12:30 á Teams

Kynning frá Dr. Magnúsi Árna Skjöld Magnússyni um hvað þarf að hafa í huga við gerð umsókna.

  • Hvað eru matsmenn eru að horfa á þegar styrkumsóknir eru metnar?
  • Á hvaða atriðum er brilljant fólk oft að klikka á?

Magnús er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur frá árinu 2015 verið matsmaður í fjölda mismunandi Erasmus+ og Horizon 2020 Evrópuverkefna, t.d. Jean Monnet Action, Marie Curie og Capacity Building in Higher Education svo eitthvað sé nefnt.

Athugið að ekki verður farið yfir úrval sjóða og styrkjamöguleika, þær upplýsingar er að finna hjá Rannís.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg í viku í kjölfarið á Mínum síðum BHM.

Skrá mig á viðburðinn.

24.01.2023

Nýtt fréttabréf FÍN!

Nýtt fréttabréf frá félaginu er komið út og hefur verið sent félagsfólki í tölvupósti. Ef einhver hefur ekki fengið fréttabréfið má hafa samband á fin@bhm.is.


Hægt er að lesa fréttabréfið hér.
05.01.2023

Stofnanasamningur undirritaður!

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Reykjalundar. Um er að ræða stofnanasamning sem tók gildi 1. september 2021. Samningurinn hefur verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar - sjá hér.  Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.

Samningsaðilum er þakkað fyrir samstarfið.

22.12.2022

Greiðslur úr Vísindasjóði

Í dag verður úthlutað úr Vísindasjóði FÍN til þeirra sem hafa sótt um styrk úr sjóðnum fyrir 19. desember (að honum meðtöldum) sl. Umsóknir sem berast 20. desember (að honum meðtöldum) sl. verða greiddar út 4. febrúar nk. Ef félagsmaður sem hefur nú þegar sótt um styrk fyrir 19. desember sl. og ekki fengið hann greiddan þá er viðkomandi bent á að hafa samband um netfangið fin@bhm.is.

20.12.2022

Gleðilega jólahátíð og farsælt komandi ár!

Félag íslenskra náttúrufræðinga óskar félagsmönnum sínum góðra og gleðilegra jóla og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.

Skrifstofa félagsins verður lokuð milli jóla- og nýárs en opnar 2. janúar á nýju ári.
Hægt er að hafa samband formann félagsins ef nauðsyn krefur í síma 864-9616.

Með bestu jólakveðjum,

Félag íslenskra náttúrufræðinga

13.12.2022

Fréttabréf FÍN

Nýtt fréttabréf frá félaginu er komið út og hefur verið sent félagsfólki í tölvupósti. Ef einhver hefur ekki fengið fréttabréfið má hafa samband á fin@bhm.is.


Hægt er að lesa fréttabréfið hér.

01.12.2022

Vísindasjóður

Vísindasjóður FÍN úthlutar styrkjum einu sinni á ári og er ætlað að styrkja félagsmenn til að sækja námskeið, festa kaup á fagbókum o.þ.h. Allir sem greitt er fyrir til sjóðsins eiga rétt á greiðslu úr honum í réttu hlutfalli við starfstíma og starfshlutfall, aðeins þarf að sækja um styrkinn á þessu veffangi: https://old.bhm.is/minar-sidur athugið að eingöngu er hægt að sækja um á þessum hlekk.

 Hægt að skoða hvort greitt hafi verið í sjóðinn fyrir viðkomandi undir iðgjöld á „Mínum síðum“. Hafi sjóðfélagi sótt námskeið eða keypt fagbækur er hægt að draga þann kostnað frá styrknum á skattframtali. Sé enginn frádráttur frá styrknum er hann skattskyldur. Félagsmenn hjá sveitarfélögum eiga aðild að Vísindasjóði FÍN og einnig þeir á almennum markaði sem hafa samið um það í ráðningarsamningi. Aðrar upplýsingar um sjóðinn má finna hér: https://www.fin.is/sjodir-og-styrkir/visindasjodur/ 


14.11.2022

Málþing FÍN og HÍN

Félag íslenskra náttúrufræðinga í samstarfi við Hið íslenska náttúrufræðifélag boða til málþings í Öskju þann 30. nóvember næstkomandi.
Málþingið ber yfirskriftina ,,Skógrækt, loftlagsmál og lífríki Íslands” málþingið er ókeypis og öllum opið.

Skráning fer fram hér: Skráning á málþing HÍN og FÍN (alchemer.com)

Öll velkomin! 

19.10.2022

Málþing í tilefni Kvennafrídagsins

BHM býður til málþings á Kvennafrídegi þar sem rætt verður hvernig við upprætum misrétti og ofbeldi.
Málþingið er opið öllu félagsfólki FÍN.  
03.10.2022

Endurmat á virði kvennastarfa


BSRB, BHM og Kennarasambandið standa sameiginlega fyrir fundi um endurmat á virði kvennastarfa þann 5. október kl. 9-12.

Verðmætamat, viðmið og gildi. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting.

Verðmætamat kvennastarfa, kynning á vinnu starfshóps um endurmat á virði kvennastarfa. Heiður Margrét Björnsdóttir, formaður starfshóps um endurmat störfum kvenna og hagfræðingur BSRB

Hvað felst í virðismati starfa? Helga Björg Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.

Viðburðurinn fer fram á Hilton Reykjavik Nordica og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir en honum verður einnig streymt. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8:30.

07.09.2022

Fjármál og fjármálalæsi

Námskeið fyrir félagsfólk FÍN, þriðjudaginn 13. sept. kl.11-12 á Teams. 

Verðbólgan er í hæstu hæðum á Íslandi og sjaldan verið mikilvægara að kunna að fara vel með peninga sína og eignir. En hvar á að byrja?

Björn Berg Gunnarsson ætlar að fara yfir þau atriði í heimilisbókhaldinu sem fólk þarf að huga að, ræða fjármálalæsi og hvar er mikilvægast að byrja.

Björn er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, og gaf út bókina Peningar haustið 2021.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg í viku í kjölfarið á lokuðu svæði fyrir félagsfólk á vef BHM.


15.07.2022

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning RML og FÍN

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamning Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. og FÍN liggur fyrir.

Alls kusu 23 af 32 um kjarasamning RML og FÍN og var svarhlutfallið var 71,88%.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var eftirfarandi: Já sögðu 60,87%, Nei sögðu 39,13%.

Samningurinn telst því samþykktur og tekur því gildi afturvirkt frá 1. júlí sl.
Samningurinn verður birtur á heimasíðu félagsins í dag.

14.07.2022

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa FÍN er lokuð frá 18. júlí til 2. ágúst vegna sumarleyfa.

Fyrir brýn erindi er hægt að hafa samband á fin@bhm.is.

The office of FÍN is closed from 18th of july until the 3rd of August.

For urgent matter please contact fin@bhm.is.

07.07.2022

Kjarasamningur við RML undirritaður

Kjarasamningur hefur verið undirritaður milli félagsins og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ehf. (RML) með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Atkvæðagreiðsla um samninginn meðal félagsmanna FíN hjá RML hefst í dag og lýkur 15. júlí nk. Áður var kjarasamningur RML tengdur við kjarasamning ríkisins en verði þessi samningur samþykktur eru félagsmenn FÍN hjá RML með sjálstæðan kjarasamning.  Niðurstaða um atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn mun liggja fyrir mánudaginn 18. júlí nk.

09.06.2022

Streitustiginn

Streitustiginn er verkfæri hannað af VIRK sem vinnustaðir geta notað til að búa sér til sameiginlegt orðfæri um álag og streitu á vinnustaðnum og getur hann gagnast við að greina hvort streita er til staðar, hversu alvarleg hún er og til að velja leiðir til úrbóta í framhaldinu ef þarf. Stiginn er hentugt tæki til að fá skýra mynd af því hvernig streita þróast og auðveldar okkur að tala um hana. Gagnlegt getur líka verið fyrir hvern og einn að nýta stigann til að átta sig á hvar hann er staddur hverju sinni. Hægt er að kynna sér hann hér.

18.05.2022

FÍN SENDIR KÆRU TIL MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) hefur ritað Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) kæru vegna skipunar Félagsdóms, sem stéttarfélagið telur að brjóti í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Telur FÍN að það fyrirkomulag í íslenskum lögum að Hæstiréttur tilnefni meirihluta dómara Félagsdóms feli í sér brot á reglu mannréttindasáttmálans sem ætlað er að tryggja sjálfstæðan, óháðan og óvilhallan dómstól.


10.05.2022

Hvatning og starfsánægja - fyrir stjórnendur

Við minnum félagsmenn á fjölbreytta fræðslu á vegum BHM. 

27.04.2022

Áskorun frá FÍN

Áskorun til Alþingis, stjórnvalda, rektors LBHÍ og skólameistara FSU:

 

                      HYSJIÐ UPP UM YKKUR BUXURNAR!

Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) lýsir miklum áhyggjum af stöðu Garðyrkjuskólans að Reykjum sem er innan Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHI). Lilja Alfreðssdóttir, f.v. menntamálaráðherra ákvað á Þorláksmessu 2020, án samráðs við Alþingi, að Garðyrkjuskólinn yrði fluttur frá LBHÍ yfir til Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSU). Það vekur furðu að ráðherra, með einu pennastriki, taki slíka ákvörðun og er það mat félagsins að eðlilegt væri að Alþingi tæki þessa ákvörðun en ekki sé um að ræða geðþóttaákvörðun ráðherra.

27.04.2022

Nýjar launatöflur komnar

Þann 1. apríl síðastliðinn virkjaðist hagvaxtarauki hjá félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu, sveitarfélögum og Reykjavíkurborg. Nýjar launatöflur hafa borist frá öllum samningsaðilum og er hægt að nálgast þær hér.  

26.04.2022

1. maí 2022

Félag íslenskra náttúrufræðinga tekur þátt í 1. maí.  Við hvetjum félagsmenn okkar til að safnast saman við Borgartún 6 kl. 12:00 og þiggja veitingar áður en við söfnumst saman við Hlemm/Snorrabraut kl. 13:00.  Sjá dagskrá.

12.04.2022

Hagvaxtarauki virkjast

Í gildandi kjarasamningi FÍN við Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkissjóðs er tengiákvæði við lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði um greiðslu hagvaxtarauka.

Nú hefur verið staðfest að hagvaxtarauki að upphæð 10.500 kr. komi á taxtalaun frá 1. apríl og til greiðslu þann 1. maí næstkomandi.

Frá 1. apríl bætist því hagvaxtaraukinn 10.500 kr. við grunnlaun í launatöflu gildandi kjarasamnings Reykjavíkurborgar, sveitarfélaga og ríkissjóðs við FÍN.

Launatöflur hafa hins vegar ekki verið birtar en von er á þeim eftir helgi. Þær verða í kjölfarið birtar á heimasíðu félagsins.

05.04.2022

Nýjar úthlutunarreglur hjá Starfsþróunarsetri háskólamanna

Starfsþróunarsetur háskólamanna hefur gert breytingar á úthlutunarreglum sínum. Helstu breytingar felast í úthlutunarreglum fyrir einstaklinga og stofnanir.

Hámarksstyrkur einstaklinga hækkar úr 425.000 í kr. 600.000 á 24 mánaða tímabili. Til viðbótar við styrki vegna náms, námskeiða og ráðstefna sem tengjast fagsviði viðkomandi eða nýju fagsviði er nú hægt að sækja um styrk vegna annara námskeiða sem miða að því að styrkja viðkomandi í starfi. Jafnframt styrkir Starfsþróunarsetur háskólamanna nú kaup á námsgögnum vegna náms eða námskeiða.

18.03.2022

Aðalfundur FÍN

Boðað er til aðalfundar félagsins þann 28. mars 2022 kl: 17:00 og verður hann haldinn að Borgartúni 6, 4. hæð. 

Fundurinn verður einnig í boði sem fjarfundur.

Dagskrá

1. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári.

2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar félagsins og sjóða þess.

3. Tillögur um lagabreytingar.

4. Ákvörðun um félagsgjöld.

5. Stjórnarkjör.

6. Kosning í stjórn kjaradeilusjóðs.

7. Kosning siðanefndar.

8. Önnur mál.

              Markaðssetning félagsins

Vinsamlegast skráið ykkur til þátttöku á aðalfundinn eigi síðar en á hádegi 25. mars nk. svo hægt sé að áætla magn veitinga og hverjir vilja fá sendan fundarlink á fundinn. Skráning fer fram hér.

Ef þið lendið í einhverjum vandræðum hafið þá samband við okkur á skrifstofu FÍN um netfangið fin@bhm.is eða í síma 595-5175.


09.03.2022

Orlofsblað BHM

Orlofsblað BHM er komið út, allir félagsmenn eru hvattir til þess að kynna sér orlofskosti BHM. Hægt er að nálgast blaðið hér. Félagsmenn er minntir á að hægt er að nálgast orlofsvefinn með því að fara á heimasíðu BHM.

02.03.2022

Spennandi fræðsla framundan

Félagsmönnum FÍN stendur til boða margvísleg fræðsla á næstunni, við hvetjum alla til að skoða fræðsluvef BHM.

Meðvirkni á vinnustöðum

Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence fer yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og svo verða kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.

Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar.

Þriðjudaginn 8. mars kl. 13:00-14:00 á 4. hæð í Borgartúni 6
Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Teams, smelltu hér til að skrá þig.

Vinsamlegast athugið að fyrirlesturinn verður ekki tekinn upp
og því ekki hægt að horfa á hann síðar

08.02.2022

Fyrirlestur : Seigla/ Streita vinur í raun

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, fer yfir hvað streita er, hvernig hún gagnast okkur og hvenær hún hættir að vera gagnleg.

Undið er ofan af ranghugmyndum um streitu og hvaða áhrif hún hefur á seiglu okkar. Með nýrri sýn og meiri skilningi á streitu eykst streituþol.

Kristín segir jafnframt frá seiglu- og streituráðum sínum, sem hún kallar H-in til heilla.

Fyrirlesturinn er opinn öllum félagsmönnum aðildarfélaga BHM þeim að kostnaðarlausu

18.01.2022

Framboð til stjórnar

Allir félagsmenn sem ætla að bjóða sig fram til embætta eða trúnaðarstarfa á aðalfundi FÍN þurfa að tilkynna um framboð sitt til stjórnar FÍN samkvæmt lögum félagsins eigi síðar en 1. febrúar nk. Vinsamlegast sendið tilkynningu um framboð með því að fylla út eftirfarandi eyðublað .


Ekki er hægt að bjóða sig fram á sjálfum aðalfundinum, en kosið er á milli frambjóðanda á aðalfundinum.


18.01.2022

Nýtt fréttabréf FÍN

Rafrænt Fréttabréf FÍN var sent út til allra félagsmanna FÍN í dag. Ef þú hefur ekki fengið fréttabréfið sent til þín í tölvupósti þá vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á netfangi fin@bhm.is og tilkynntu okkur um það netfang sem þú vilt hafa á skrá hjá okkur.