Í dómi Hæstaréttar Íslands frá 15. maí 2024 var deilt um hvort ferðatími í tveimur ferðum á vegum Samgöngustofu erlendis (Ísrael og Sádi-Arabíu) teldist til vinnutíma, þ.e. þess hluta sem umfram var hefðbundinn dagvinnutíma. Bæði í héraði sem og hjá Landsrétti var fallist á kröfur stefnanda og talið að ferðatími teljist til vinnutíma. Fyrir héraði lá ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins. Ekki var leyst úr því hvort umræddur ferðatími teldist til yfirvinnu í skilningi kjarasamnings.
Hæstiréttur hafnaði kröfu ríkisins að ekki sé unnt að byggja á hinu ráðgefandi áliti EFTS-dómstólsins heldur taldi að túlka bæri hugtakið „vinnutími“ í samræmi við samhljóma ákvæði í vinnutímatilskipun Evrópusambandsins eins og það hefur verið túlkað af hálfu EFTA dómstólsins. Lagði Hæstiréttur því til grundvallar að ferðatími til vinnu utan venjulegs vinnutíma til annars áfangastaðar en fastrar starfsstöðvar teljist vinnutími og ekki skipti máli hvort ferðast sé innan eða utan EES-svæðisins.
Taldi Hæstiréttur að sá ferðatími starfsmannsins í umræddum vinnuferðum á vegum Samgöngustofu teljist til vinnutíma sem og að ekki beri að draga frá áætlaðan tíma sem tekur viðkomandi að fara til og frá starfsstöð.