Fara í efni

Kjarasamningur FÍN og SÍS

Næsta launahækkun samkvæmt kjarasamningi

1. apríl 2026:

Lesa meira

Inngangur

Hér birtist heildsarkjarasamningur FÍN og ríkisins. Unnið er að skráningu hans á vefinn.

Kjarasamningur aðila framlengist frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 með þeim breytingum sem í samkomulagi þessu felast og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.

Þeir starfsmenn sem heyra undir kjarasamning þennan hafa réttindi og skyldur samkvæmt lögum nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Þar er m.a. fjallað um sérstöðu opinberra starfsmanna, samningsrétt stéttarfélagsins og verkfallsrétt.

Með þessum kjarasamningi eru ákvæði um betri vinnutíma færð inn í kjarasamninginn skv. fylgiskjölum 2 og 3 frá kjarasamningi 2020 með áorðnum breytingum og falla þar með bæði fylgiskjölin úr gildi.

Þar sem þessi kjarasamningur er undirritaður eftir 1. nóvember 2024 þá munu þær breytingar sem eiga að gilda frá 1. nóvember 2024, taka gildi næstu mánaðarmót eftir að kjarasamningurinn hefur verið samþykktur.

1. kafli

Laun

1.1 FÖST MÁNAÐARLAUN

Grein 1.1.1 breytist og hljóði svo

1.1.1

Mánaðarlaun þeirra sem gegna fullu starfi, skulu greidd samkvæmt eftirfarandi launatöflu, sjá nánar í fylgiskjali 1:

Launatafla 1 og 1C: Gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2025.
Launatafla 2 og 2C: Gildir frá 1. apríl 2025 til 31. mars 2026.
Launatafla 3 og 3C: Gildir frá 1. apríl 2026 til 31. mars 2027.
Launatafla 4 og 4C: Gildir frá 1. apríl 2027 til 31. mars 2028.

Mánaðarlaun hækka sem hér segir á samningstímanum:

1. apríl 2024: 23.750 kr. eða að lágmarki um 3,25% sbr. launatöflu 1. 
1. apríl 2025: 23.750 kr. eða að lágmarki um 3,50% sbr. launatöflu 2. 
1. apríl 2026: 23.750 kr. eða að lágmarki um 3,50% sbr. launatöflu 3. 
1. apríl 2027: 23.750 kr. eða að lágmarki um 3,50% sbr. launatöflu 4. 

Útgefin launatafla hverju sinni nær yfir alla launaflokka sem miðað er við í kjarasamningi þessum.

1.1.4

Önnur laun er starfinu fylgja
Grein 1.1.4 breytist á samningstíma. Eftirfarandi gildir til 31. október 2024.
Auk mánaðarlauna er heimilt að greiða önnur laun er starfinu fylgja með mánaðarlegri greiðslu vegna:

  • Starfstengdra þátta og/eða álags sem ekki verður mælt í tíma
  • Jöfnunar launa einstakra hópa á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar sbr. fylgiskjal 6 [úr kjarasamningi frá 2020].


Sé heimildarákvæðinu beitt, skal tryggt að málsmeðferð og ákvörðun um greiðslu annarra launa byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Á samningstímanum hækka önnur laun um 5% þann 1. apríl 2023.


Heimildarákvæðinu er ætlað að styðja við þær breytingar sem leiða af betra skipulagi vinnutíma sbr. fylgiskjal 2 og 3 [úr kjarasamningi frá 2020]. Einnig við framkvæmd jöfnunar launa milli markaða sbr. fylgiskjal 6 [úr kjarasamningi frá 2020]. Ennfremur vegna ónæðis utan vinnutíma vegna starfs, svo sem samskipti við íbúa, þjónustuþega, vöktun símtækja tölvupósts o.fl. Ákvörðun um önnur laun skal skjalfest í ráðningarsamningi eða viðauka við hann.


1.1.4. Önnur laun er starfinu fylgja


Grein 1.1.4 breytist á samningstíma. Eftirfarandi gildir frá 1. nóvember 2024.

  • Auk mánaðarlauna er heimilt að greiða önnur laun er starfinu fylgja með mánaðarlegri greiðslu vegna:
  • Starfstengdra þátta og/eða álags sem ekki verður mælt í tíma Tímabundinna þátta vegna verkefna eða hlutverk umfram almennar
    starfsskyldur sem hefur í för með sér verulega aukningu á ábyrgð eða álagi.
  • Sérstakrar frammistöðu og hæfni umfram það sem starfið gerir kröfu um að mati yfirmanns.
  • Markaðsálags vegna sérþekkingar og/eða reynslu.
  • Jöfnunar launa einstakra hópa á milli almenns og opinbers vinnumarkaðar.


Sé heimildarákvæðinu beitt, skal tryggt að málsmeðferð og ákvörðun um greiðslu annarra launa byggi á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Á samningstímanum hækka önnur laun um 3,25% þann 1. apríl 2024, 3,5% 1. apríl 2025, 3,5% 1. apríl 2026 og 3,5% 1. apríl 2027.


Heimildarákvæðinu um önnur laun er t.d ætlað að styðja við framþróun í starfi, umfram starfsmatsröðun. 

Tímabundnir þættir geta verið breytilegir frá einum tíma til annars, en ávallt er gætt jafnræðis af fremsta megni við útfærslu þeirra. Forsendur tímabundinna þátta eru endurskoðaðar við breytingu á starfssviði starfsmanns.


Launa má starfsfólki sérstaklega sinni það starfi sínu vel og umfram það sem til er ætlast, enda liggi fyrir mat á frammistöðu. Sérstök frammistaða starfsmanns leiðir að jafnaði til hvers konar ábata fyrir vinnustaðinn s.s. með auknum afköstum skipulagseininga, í gegnum jákvæð áhrif á ímynd eða starfsanda vinnustaðarins inn á við eða út á við eða að frammistaða starfsmanns reynist tekjuskapandi eða leiði til sparnaðar fyrir vinnustaðinn. 

2. kafli

Vinnutími

2.1 FÖST MÁNAÐARLAUN

Grein 1.1.1 breytist og hljóði svo

2.1.1

Mánaðarlaun þeirra sem gegna fullu starfi, skulu greidd samkvæmt eftirfarandi launatöflu, sjá nánar í fylgiskjali 1:

Launatafla 1 og 1C: Gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2025.
Launatafla 2 og 2C: Gildir frá 1. apríl 2025 til 31. mars 2026.
Launatafla 3 og 3C: Gildir frá 1. apríl 2026 til 31. mars 2027.
Launatafla 4 og 4C: Gildir frá 1. apríl 2027 til 31. mars 2028.

Mánaðarlaun hækka sem hér segir á samningstímanum:

1. apríl 2024: 23.750 kr. eða að lágmarki um 3,25% sbr. launatöflu 1. 
1. apríl 2025: 23.750 kr. eða að lágmarki um 3,50% sbr. launatöflu 2. 
1. apríl 2026: 23.750 kr. eða að lágmarki um 3,50% sbr. launatöflu 3. 
1. apríl 2027: 23.750 kr. eða að lágmarki um 3,50% sbr. launatöflu 4. 

Útgefin launatafla hverju sinni nær yfir alla launaflokka sem miðað er við í kjarasamningi þessum.