Sérstaða námsins felst í námskeiðum sem nýtast þeim sem vilja ná betri árangri við að leiða og stýra hinum ýmsu verkefnum og gera betur í dag en í gær. Nemendur vinna einstaklingsverkefni en vinna jafnframt saman í teymum til að öðlast færni í lausn vandamála, stjórnun og að verkstýra verkefnum. Nemandi öðlast góðan undirbúning fyrir alþjóðlega vottun verkefnastjóra (IPMA).
Námið er hagnýtt og sveigjanlegt nám fyrir alla sem hafa vilja til að efla færni sína í verkefnastjórnun. Við viljum vinna með þér. Námið er byggt upp fyrir fólk í vinnu, þar af leiðandi aðlögum við okkar verkefni að þér og þínum vinnustað. Með því færðu strax innsýn í hvernig hægt er að nýta inntak námsins á þínum vinnustað.
Allar nánari upplýsingar á vef Símenntunar Háskólans á Akureyri
