Sérstök áhersla verður lögð á mengun við bensínstöðvar, hvaða mengun má búast við, hvernig rannsókn er framkvæmd og hvaða aðgerðir eru mögulegar í jarðvegi og grunnvatni. Sérstök áhersla verður lögð á hreinsunaraðgerðir sem hægt er að framkvæma á staðnum (in-situ). Nýtt er áralöng reynsla á svipuðum rannsóknum og aðgerðum frá Svíþjóð. Aðferðirnar og aðgerðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu eru nýtanlegar á flestar aðrar tegundir af mengun.
Námskeiðið verður haldið 27. - 28. janúar 2026.
