Námskeiðið er afskaplega hagnýtt, þú gerir verkefni út frá þínu fyrirtæki/vinnu/hugmynd sem hjálpar þér að ná árangri. Námskeiðið spannar 15 vikur, er kennt á ensku og er í 100% fjarnámi. Umræðurfundir og fyrirlestrar eru frá 15. janúar til 26. febrúar og síðan er tími til 29. apríl til þess að klára verkefni og fá endurgjöf frá John.
John Greene kennari námskeiðsins hjálpar þér að setja upp markaðsstefnu og efnið í kringum hana. Kennslan fer fram með blönduðu sniði; fyrirlestrar, rafrænir fundir og verkefni. Þú færð alvöru endurgjöf á þína vinnu í gegnum námskeiðið og stendur uppi með vel gerða markaðsáætlun og verkfærin til þess að keyra hana í gegn og ná árangri.
Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir META Business Suite, hvernig auglýsingar á Facebook og Instagram virka, hvaða og hvernig auglýsingar ná sem mestum árangri.
