Fara í efni

Nemaaðild

Háskólastúdentar geta sótt um nemaaðild að FÍN. Nemaaðild er að öllu leyti sambærileg og veitir sömu réttindi og hefðbundin aðild að því frábrugðnu að hún er tímabundin til fimm ára að hámarki og veitir ekki kjörgengi.

Byrjaðu strax að safna þér réttindum

Með því að byrja strax að greiða í stéttarfélag ávinnur þú þér réttindum í sjóðum félagsins og sjóðum BHM. Ekki bíða með að tryggja þér þín réttindi, það er ekki eftir neinu að bíða.

Það kostar þig ekkert aukalega að vera í FÍN. Félagsgjöldin eru einfaldlega dregin af mánaðarlaunum af vinnuveitanda. Það er aftur á móti ódýrara að vera í FÍN en í flestum öðrum stéttarfélögum og fyrir einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum getur munað um hverja krónu sem sparast með því að vera í FÍN. Þú getur gert samanburð á félagsgjöldum í reiknivél hér.

Við stöndum með þér þegar þú fetar þig inn á vinnumarkaðinn og getum veitt ráðgjöf og aðstoð vegna launaviðtala, ráðningarsamninga og atvinnuviðtala. Svo auðvitað ef eitthvað kemur upp á og þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga geturðu alltaf haft samband og við finnum lausnina saman. 

Það borgar sig alltaf að eiga traustan bakhjarl eins og FÍN og við lofum því að standa alltaf við bakið á þér.