Fréttir og tilkynningar

21 maí 2015 : Verkfallsfréttir BHM

Komið er út 2. tbl. Verkfallsfrétta BHM og eru þær aðgengilegar undir liðnum Verkfallsaðgerðir.

20 maí 2015 : Fundarboð 22. maí kl. 12:15- Félagsmenn aðildarfélaga BHM hjá ríki

Sjöunda vikan í verkföllum BHM hefst í dag. Viðbrögð samninganefndar ríkisins valda ítrekað vonbrigðum og nú spyrjum við okkur hvar við stöndum og hver samningsréttur háskólamanna hjá ríki er.

Á föstudaginn, 22. maí, kl. 12:15-13:00 verður fundur vegna stöðunnar í Rúgbrauðsgerðinni.

Afar mikilvægt er að allir mæti!

 Við hvetjum ykkur til að nýta strætó eða sameinast í bíla og grípa með ykkur samlokur.

Kaffi og vatn á staðnum.

FréttasafnFréttir af BHM

27.5.2015 Yfirlýsing frá Félagi bráðalækna

Þökkum Félagi bráðalækna kærlega fyrir stuðninginn.

27.5.2015 Ráðherra ítrekar umboð samningarnefndar ríkisins

Formaður og varaformaður BHM funduðu í gær með fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hann ítrekaði umboð samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við BHM. Í kjölfarið boðaði ríkisstáttasemjari til samningafundar á morgun kl.10.00.