Fréttir og tilkynningar

8 jún. 2016 : Nýr framkvæmdastjóri FÍN

Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur ráðið Sigrúnu Ösp Sigurjónsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins frá og með 1. ágúst nk. úr hópi 27 umsækjenda, en Sigrún tekur við starfinu af Maríönnu H. Helgadóttur.  Sigrún lauk BA prófi í hagfræði frá Háskóla Ísland 2012 og MS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 2014.  Sigrún hefur frá árinu 2013 starfað hjá Þjónustuskrifstofu FFSS sem verkefnastjóri/hagfræðingur, en Þjónustuskrifstofa FFSS þjónustar fimm stéttarfélög innan Bandalags háskólamanna.  Þar áður starfaði Sigrún sem sérfræðingur á efnahagssviði Hagstofu Íslands.  Sigrún hefur komið að margvíslegum störfum stéttarfélaga.  Hún hefur m.a. komið að kjaraviðræðum, stofnanasamningum og eftirfylgni samninga.  Einnig hefur hún verið í miklum samskiptum við félagsmenn í ráðgjöf og úrlausn erfiðra einstaklingsmála.  Við bjóðum Sigrúnu hjartanlega velkomna til starfa hjá félaginu.

29 apr. 2016 : 1. maí  - Mætum í Borgartún 6 kl. 13:00

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta að Borgartúni 6, kl. 13:00 og taka með sér spjöld í gönguna sem fer frá Hlemmi kl. 13:30.  Sjá auglýsingu og vefsíðu BHM.

FréttasafnFréttir af BHM

29.6.2016 Meirihlutinn vill semja um laun í kjarasamningum

Um 58% svarenda í nýlegri kjarakönnun BHM vilja að samið sé um laun þeirra í kjarasamningum stéttarfélags og vinnuveitanda en um 34% svarenda hugnast betur að semja sjálfir um laun sín við vinnuveitanda. 

28.6.2016 Skýr vilji til að útrýma kynbundnum launamun

Fulltrúar aðildarfélaga BHM og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga hittust á fundi til að ræða niðurstöðu kjarakönnunar BHM fyrir árið 2015.