Fréttir og tilkynningar

19 okt. 2017 : Misstu ekki af framtíðinni - ráðstefna BHM 23. nóvember 2017

Á ráðstefnunni verður fjallað um áhrif tækniframfara á vinnumarkað og samfélag. Markmið ráðstefnunnar er að ræða möguleg áhrif þessarar þróunar á íslenskan vinnumarkað og hvernig íslenskt samfélag geti best undirbúið sig undir fjórðu iðnbyltinguna.

16 okt. 2017 : FÍN hefur vísað kjaradeilu sinni við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til ríkissáttasemjara.  

Ríkissáttasemjari mun kalla aðila til fundar og munu viðræður aðila framvegis fara fram undir umsjón og eftir ákvörðun hans.

FréttasafnFréttir af BHM

17.10.2017 Forysta BHM fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna

Forysta BHM átti í dag fundi með annars vegar formanni Sjálfstæðisflokksins og hins vegar forystu Bjartrar framtíðar þar sem farið var yfir stöðuna á vinnumarkaði í aðdraganda kosninga. Á næstunni mun forysta BHM eiga hliðstæða fundi með fulltrúum annarra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október nk.

 

12.10.2017 Blásið til aukaaðalfundar BHM 1. nóvember

Boðað hefur verið til aukaaðalfundar BHM hinn 1. nóvember nk. til að afgreiða tillögur að nýrri stefnu bandalagsins.