Fréttir og tilkynningar

7 des. 2016 : Samkomulag BHM og SA

Hlutaðeigandi aðildarfélög BHM og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um breytingu á gr. 6.7.1 í  kjarasamningi aðila. Samkomulagið felur í sér að lífeyrismótframlag atvinnurekenda hækkar til samræmis við það sem nú gildir almennt á almennum vinnumarkaði. 

21 okt. 2016 : Skrifstofa FÍN lokar kl. 14:38 24. október #kvennafrí #jöfnkjör

Þá munu starfsmenn skrifstofunnar leggja niður störf og halda á samstöðufund á Austurvelli sem hefst kl. 15:15.

FréttasafnFréttir af BHM

6.12.2016 ,,Mínar síður" liggja niðri vegna bilunar

Vegna bilunar liggja Mínar síður hér á vef BHM niðri eins og sakir standa. Unnið er að viðgerð og er vonast til að hægt verði að opna að nýju fyrir aðgang að síðunum innan skamms.

6.12.2016 Frestur til að sækja um styrki úr Styrktarsjóði og Sjúkrasjóði er til og með 9. desember

Félagsmenn sem hyggjast sækja um styrki úr Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM á árinu 2016 þurfa að skila umsóknum og fylgigögnum með rafrænum hætti eigi síðar en 9. desember nk.