Fréttir og tilkynningar

1 des. 2017 : Áskorun 17 aðildarfélaga BHM til ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Skorað er á nýja ríkisstjórn að ganga tafarlaust til kjarasamninga við aðildarfélög BHM.

28 nóv. 2017 : BHM og 17 aðildarfélög, sem eiga í kjaraviðræðum við ríkið, boða til sameiginlegs fundar fyrir félagsmenn.

FÍN hvetur félagsmenn sína til að mæta á fundinn sem haldinn verður nk. föstudag, 1. desember, á Grand hótel Reykjavík milli kl. 8:30 og 9:30 (morgunverður frá kl. 8:00).

FréttasafnFréttir af BHM

13.12.2017 Konur í verkalýðshreyfingunni krefjast aðgerða gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni

Konur í verkalýðshreyfingunni hafa sent forystu allra heildarsamtaka launafólks hér á landi bréf þar sem þess er m.a. krafist að samtökin stórefli fræðslu um jafnrétti fyrir starfsmenn verkalýðshreyfingarinnar, setji reglur um öryggi fólks á vinnustöðum og í félagsstarfi hreyfingarinnar og móti áætlun um viðbrögð ef upp koma dæmi um kynbundna áreitni, kynferðislega áreitni eða annað ofbeldi.

8.12.2017 Styrkfjárhæðir miðast almennt við 12 mánaða tímabil en ekki almanaksárið

Að gefnu tilefni skal félagsmönnum aðildarfélaga BHM sem greiða í Sjúkrasjóð eða Styrktarsjóð bent á að styrkfjárhæðir miðast nú almennt við 12 mánaða tímabil en ekki almanaksárið eins og áður var.