Fréttir og tilkynningar

21 feb. 2019 : Innleiðing starfsmats hjá sveitarfélögum

Eins og félagsmenn FÍN hafa áður verið upplýstir um þá stendur yfir innleiðing starfsmats hjá félagsmönum okkar sem taka laun samkvæmt kjarasamningi FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þessu ferli átti að vera lokið þann 1. júní 2018, en seinkun var á innleiðingunni og það var ekki fyrr en 31. janúar sl. sem gengið var formlega frá undirritun á öllum störfum FÍN sem fóru í starfsmat. Því er lokahnykkur innleiðingar starfsmatsins framundan, þ.e.a.s. að varpa okkar félagsmönnum inn í starfsmatkerfið SAMSTARF. Félagið hefur sent öllum félagsmönnum sem taka laun samkvæmt kjarasamningi FÍN og Samband íslenskra sveitarfélaga tölvupóst í dag ásamt fundarboði á fund í næstu viku til að fara yfir stöðuna.

23 jan. 2019 : Fréttabréf FÍN 34. árg. 1. tbl.

Fyrsta tölublað af Fréttabréfi FÍN liggur nú fyrir og er aðgengilegt félagsmönnum hér.

Viljum við sérstaklega vekja athygli á að framboðsfrestur til að gefa kost á sér til embættis eða trúnaðarstarfa sem kosið verðu í á aðalfundi félagsins í mars næst komandi er til 1. febrúar 2019 og skulu frambjóðendur tilkynna stjórn FÍN um framboð sín. Nota skal sérstakt eyðublað sem unnt er að finna í fréttarbréfinu

FréttasafnFréttir af BHM

22.2.2019 BHM styður kröfur stúdenta um hærri framfærslulán og frítekjumark hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna

BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfur Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS) um úrbætur á námslánakerfinu.