Fréttir og tilkynningar

23 apr. 2019 : Vegna umræðu um styttingu vinnuvikunnar

Á nýgerðum kjarasamningum á almennum markaði var samið um styttingu vinnuvikunnar. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á það fyrirkomulag sem er í gildandi kjarasamningum FÍN. 

Í kjarasamningum FÍN er 40 stunda vinnuvika hvort sem unnið er á almennum markaði eða opinberum markaði.  Virkur vinnutími, án kaffitíma, er 37 klst. og 5 mínútur, á viku. Hægt er að semja um það hvenær kaffitímar eru teknir sem eru tveir 15 mín. og 20 mín. hvor, en þeir teljast innan 8 tíma vinnudags, en teljast ekki til virks vinnutíma.  

18 apr. 2019 : Laust starf til umsóknar - Sérfræðingur í kjaramálum

Félag íslenskra náttúrufræðinga auglýsir eftir sérfræðingi í kjarasamálum, umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vef Capacent.FréttasafnFréttir af BHM

3.4.2019 Bann við mismunun á vinnumarkaði tók gildi um áramótin

Þann 1. janúar síðastliðinn tóku gildi á Íslandi lög um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018. Markmið laganna er að vinna gegn mismunun og koma á og viðhalda jafnri meðferð einstaklinga á vinnumarkaði óháð þáttum eins og þjóðernisuppruna, kynþætti, trú, aldri, lífsskoðun, fötlun, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum o.fl.