Fréttir og tilkynningar

9 júl. 2019 : Frestun kjarasamningsviðræðna fram í ágúst

Kjaraviðræðum FÍN við samninganefnd ríkisins (SNR), samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Reykjavíkurborg hefur verið frestað fram í ágúst með undirritun viðræðuáætlunar við viðsemjendur ásamt ákvæðum um eingreiðslu til handa þeim félagsmönnum sem uppfylla tiltekin skilyrði um slíka eingreiðslu.

25 jún. 2019 : Undirritun samnings um gestaaðild

Í dag undirrituðu formenn sjö stéttarfélaga náttúrufræðinga á Norðurlöndunum samning um gestaaðild. Umræddur samningur heimilar félagsmönnum okkar að sækja um gestaaðild að einhverju þeirra sjö stéttarfélaga ef þeir starfa eða eru í námi í því landi (gestgjafalandi). Gestaaðild tryggir félagsmönnum okkar þjónustu í því landi án endurgjalds en félagsmenn halda áfram að greiða félagsgjald til stéttarfélags síns í sínu heimalandi.

Félagið hefur verið mjög spennt yfir gerð þessa samnings og með undirritun hans nær þjónusta við félagsmenn FÍN núna út fyrir landsteinanna að því marki sem viðkomandi stéttarfélög geta veitt. Sú þjónusta sem veitt yrði af hálfu samstarfsstéttarfélaga okkar væru sú sama og viðkomandi stéttarfélag veitir sínum félagsmönnum.

FréttasafnFréttir af BHM

5.7.2019 Hlé gert á kjaraviðræðum fram í ágúst

Gert hefur verið hlé á kjaraviðræðum aðildarfélaga BHM við samninganefnd ríkisins (SNR), samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Reykjavíkurborg fram í ágúst.


2.7.2019 Hagfræðingur BHM tekur sæti í nefnd um vísitölu neysluverðs

Hagfræðingur BHM mun taka sæti í nefnd sem forsætisráðherra hefur skipað til að fara yfir aðferðafræði við útreikning vísitölu neysluverðs.