Fréttir og tilkynningar

23 feb. 2015 : BHM-fræðslan - Tilkynning

Vegna vinnu við kjarasamninga verður BHM-fræðslan með óhefðbundnum hætti í ár, færri námskeið en vant er, en við munum reyna að bæta í eftir því sem efni standa til.  Hvetjum ykkur til að gerast vinir Bandalags háskólamanna á Facebook en þar setjum við inn fréttir af nýjum námskeiðum og auglýsum laus pláss ef forföll verða.  Fjögur ný námskeið hafa bæst við í BHM-fræðsluna. Skráning og frekari upplýsingar hér

20 feb. 2015 : Sala á flugsætum - Sjóðfélagar OBHM

Okkur var að berast tilkynning frá Orlofssjóði BHM um að hafin væri sala til sjóðfélaga á flugsætum hjá flugfélaginu Ernir á Orlofsvef BHM á flugleiðirnar, Vestmannaeyjar, Höfn í Hornafirði, Húsavík og Bíldudal. 

FréttasafnFréttir af BHM

27.2.2015 Vel mætt á fund með félagsmönnum á LSH

Fullt var út úr dyrum á fundi BHM og aðildarfélga með félagsmönnum sínum er starfa á LSH þar sem farið var yfir stöðuna í kjaraviðræðunum við ríkið og framhaldið.

26.2.2015 Aðildarfélög BHM yfirfara verkfallslista hjá stofnunum ríkisins

Telji félögin að á listanum séu starfsheiti sem ekki eigi að vera undanþegin verkfallsheimild er mikilvægt að andmæla því.