Fréttir og tilkynningar

16 okt. 2018 : Námskeið um lífeyrismál við starfslok

Haldið 17. október 2018

9 okt. 2018 : Vinnustaðafundir FÍN á Suðurlandi

9. október á Selfossi og 18. október á Höfn í Hornafirði

FréttasafnFréttir af BHM

16.10.2018 BHM gerir ýmsar athugasemdir við fjárlagafrumvarpið

Í umsögn sinni um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 lýsir BHM vonbrigðum sínum með að stjórnvöld hafi ekki markað skýra stefnu um það hvernig skuli tekið á launasetningu ákveðinna háskólamenntaðra hópa á vinnumarkaði. Í þessu sambandi minnir BHM á yfirlýsingu sem þrír ráðherrar gáfu út í tengslum við kjarasamninga við 16 aðildarfélög bandalagsins í febrúar sl. Þar er fjallað um gerð mannaflaspár fyrir heilbrigðiskerfið, stefnu og aðgerðaráætlunar sem styðji við það markmið að bæta kjör heilbrigðisstétta. Í umsögninni segir að óljóst sé hvaða fjármunir séu ætlaðir til þessara verkefna eða hvernig dreifa eigi fjármunum milli stofnana. Þó sé ánægjulegt að sjá að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að framlög til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu verði hækkuð til að bæta mönnun.

11.10.2018 Fullnaðarsigur í máli BHM fyrir hönd ljósmæðra

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem BHM höfðaði gegn ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar þess að skerða laun ljósmæðra sem stóðu vaktir á Landspítalanum í verkfalli Ljósmæðrafélags Íslands árið 2015. Ríkið var dæmt til að greiða ljósmæðrunum fjárhæðir sem nema hinni ólögmætu skerðingu ásamt dráttarvöxtum, auk málskostnaðar.