Fréttir og tilkynningar

1 júl. 2015 : Laust í orlofshúsum BHM

Laust er í nokkrum húsum hjá Orlofssjóði BHM núna í júlí, endilega kynnið ykkur málið á orlofsvef BHM.

16 jún. 2015 : Boðað er til vinnustaðafundar - Fjölmennum og sýnum samstöðu!

Í kjölfar samþykktar laga um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna er boðað til vinnustaðafundar fyrir hönd þeirra stéttarfélaga sem lögin tala til.

 Dagskrá fundarins er staða kjaraviðræðna og lagsetning á verkfallsaðgerðir BHM.

Sameiginlegur vinnustaðarfundur stéttarfélaganna verður í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík,þriðjudaginn 16. júní kl.14.30 – 16.00.
Fundinum verður streymt og verður hægt að nálgast upplýsingar á bhm.is.

FréttasafnFréttir af BHM

1.7.2015 Gerðardómur hefur verið skipaður

Nýskipaðan gerðardóm skipa Garðar Garðarsson hæstarréttarlögmaður sem verður formaður, Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri og Stefán Svavarsson endurskoðandi. Hæstiréttur tilnefndi þau í morgun og hefur atvinnuvegaráðuneytið nú samþykkt tilnefninguna.