Fréttir og tilkynningar

20 feb. 2017 : Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði (SHMN) gekk sem einn hópur inn í FÍN þann 31. desember 2016.

SHMN gekk sem einn hópur inn í FÍN þann 31. desember 2016 og tók FÍN á sama tíma yfir öll réttindi og skyldur SHMN.

18 jan. 2017 : Félag íslenskra náttúrufræðinga og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs hafa gert með sér samkomulag um breytingu á úrskurðarorði gerðardóms, dags. 14. ágúst 2015.

Samkomulagið lýtur að breytingum er varða stofnanaþátt (11. kafla kjarasamnings) nánar tiltekið gr. 11.3.3.1. um menntunarákvæði.

FréttasafnFréttir af BHM

15.2.2017 Vinningshafi í iPad-leik BHM dreginn út

Daniel Már Bonilla, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, hlaut vinninginn iPad-leik Bandalags háskólamanna sem fram fór í tengslum við Framadaga háskólanna 2017. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjarnardóttir, afhenti Daniel Má forláta iPad-spjaldtölvu í dag.

9.2.2017 Morgunverðarfundur um alþjóðaviðskiptasamninga og áhrif þeirra á launafólk

23. febrúar kl. 8:00 í húsakynnum BSRB að Grettisgötu 89 í Reykjavík