Fréttir og tilkynningar

21 okt. 2019 : Breyttur opnunartími skrifstofu FÍN

Starfsfólk félagsins vill veita félagsmönnum góða þjónustu og jafnframt geta veitt hana á þeim tíma sem við segjumst geta veitt hana. Því hefur stjórn FÍN ákveðið að að breyta opnunartíma skrifstofunnar með eftirfarandi hætti:


Skrifstofan verður opin frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 15:00 til 16:00 og á föstudögum er lokað.
Ástæða þessarar breytingar er sú að á opnunartíma eru starfsmenn að sinna margvíslegum störfum og eru oft bundnir á fundum utan skrifstofunnar á opnunartíma skrifstofunnar. Þá er enginn viðlátin á skrifstofunni til að taka símtöl eða taka á móti félagsmönnum sem kunna að koma á skrifstofu félagsins á auglýstum opnunartíma. Við teljum skynsamlegra að stytta opnunartíma skrifstofunnar og vera til staðar á opnunartíma, þannig geta félagsmenn okkar gengið að þjónustunni sem vísri.
Samhliða þessari breytingu eiga öll erindi sem eiga að berast félaginu að fara í gegnum netfangið fin@bhm.is. Erindi sem berast okkur í tölvupósti á netfangið fin@bhm.is verður svarað eins fljótt og kostur er og innan 48 klukkustunda. Félagsmenn eru hvattir til að senda okkur erindi hvenær sem er á netfangið fin@bhm.is ef þeir vilja bóka viðtal við okkur. Það er síðan samkomulag hvenær viðtal fer fram á dagvinnutíma.
Í þessari viku mun verða send út könnun til félagsmanna til að leggja mat á gæði þjónustu félagsins sl. 12. mánuði. Við hvetjum félagsmenn til að svara þeirri könnun. Við munum einnig senda út aðra könnun eftir áramótin til að geta lagt mat á það hvernig nýr opnunartími reynist.
Þess skal þó getið að í þessari viku, 21. október til og með 25. október munum við samt sem áður reyna að svara símtölum og taka á móti fólki eins og við getum eins og áður hefur verið, en frá og með 28. október verður opnunartíma skrifstofunnar breytt í samræmi við ofangreint og símsvari verður á hjá okkur utan opnunartíma.

15 okt. 2019 : Síðdegisfyrirlestur hjá BHM - Kulnun og bjargráð kvenna

Vegna mikillar eftirspurnar mun Sirrý Arnardóttir endurflytja síðdegisfyrirlestur á vegum BHM um viðtalsbók sína Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný næstkomandi mánudag, 21. október. Í bókinni ræðir Sirrý við konur sem hafa kiknað undan álagi – „klesst á vegg“ – en náð bata aftur. Meðal annars spyr hún hvað hafi valdið þessu og hvað hafi orðið konunum helst til bjargar og gert þeim kleift að fá aftur starfsorkuna og lífsgleðina. Í fyrirlestri sínum mun Sirrý ræða efni bókarinnar, lesa upp valda hluta úr henni og síðan leiða almennar umræður um kulnun, örmögnun, álag, samanburð, sítengingu, vinnutíma og bjargráð kvenna.

Fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum BHM, Borgartúni 6 í Reykjavík (4. hæð) milli kl. 14:00 og 16:00.

Vinsamlegast athugið að sætafjöldi er takmarkaður og skrá þarf mætingu fyrirfram hér.

Athugið einnig að fyrirlestrinum verður streymt á streymissíðu BHM (smellið hér).

FréttasafnFréttir af BHM

22.10.2019 Fimm aðildarfélög BHM sömdu við ríkið

Fimm aðildarfélög BHM hafa undirritað nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn er til fjögurra ára og verður efni hans kynnt félagsmönnum á næstu dögum. 

17.10.2019 Nýjar úthlutunarreglur Sjúkrasjóðs BHM

Stjórn Sjúkrasjóðs BHM hefur samþykkt nýjar á úthlutunarreglur fyrir sjóðinn og taka þær gildi 1. nóvember nk.