Fréttir og tilkynningar

5 des. 2014 : Varaformaður FÍN tekur sæti formanns FÍN

Ína Björg Hjálmarsdóttir, varaformaður FÍN, hefur tekið sæti formanns FÍN, Páls Halldórssonar þar sem hann hefur sem varaforamaður Bandalags háskólamanna (BHM) tekið sæti formanns BHM, Guðlaugar Kristjánsdóttur, sem sagði af sér í gær. 

2 des. 2014 : Umsóknir um greiðslu úr Vísindasjóði FÍN

Tekið er á móti umsóknum í Vísindasjóð frá 1. desember til 31. janúar ár hvert. Styrkurinn er greiddur fyrir tímabilið 1. nóvember til 31. október, árið fyrir úthlutun í samræmi við starfshlutfall og starfstíma.  Hægt er að sækja um fyrir fyrra tímabil hafi viðkomandi ekki sótt um styrk en átt rétt í fyrra.  Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á ,,Mínum síðum" og þú þarft að hafa Íslykil við höndina.  Ef umsóknin þín er enn í vinnslu að morgni þann 19. desember þá skaltu vera í sambandi við okkur og ef þú lendir í vandræðum við að fylla út umsóknina þá vinsamlegast sendu inn nafn og símanúmer á netfangið fin@bhm.is og haft verður samband við þig við fyrsta tækifæri.

FréttasafnFréttir af BHM

16.12.2014 Breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands

Ekki hefur verið mælt fyrir málinu á Alþingi en BHM telur engu að síður mikilvægt að koma fram með athugasemdir nú svo taka megi tillit til þeirra við efnislega umræðu um málið.

15.12.2014 Nýr varaformaður BHM

Á fundi formannaráðs í dag var Guðfinna Halla Þorvaldsdóttir, kosin varaformaður BHM. Við óskum Höllu velfarnaðar í starfi varaformanns.