Fréttir og tilkynningar

4 feb. 2016 : Orlofsblað Orlofssjóðs BHM 2016

5 jan. 2016 : Til sjóðfélaga Orlofssjóðs BHM

Umsóknarfrestur um leigu á orlofshúsum eða íbúðum  hjá Orlofssjóði BHM í útlöndum í sumar er til miðnættis 15. febrúar 2016, umsóknarfrestur um leigu á orlofshúsum um  páska er til miðnættis 29. febrúar 2016 og umsóknarfrestur um orlofshús í sumar innanlands er til miðnættis 31. mars.  Árlegt orlofsblað Orlofssjóðs BHM er í loklafrágangi og ætti að berast  sjóðfélögum næstu daga, þar eru húsin og íbúðirnar sem eru í boði kynnt með stuttri lýsingu og mynd. 
Bókanir fara fram á „Mínum síðum“.

FréttasafnFréttir af BHM

2.2.2016 Skrifstofa BHM verður lokuð 3. febrúar frá kl.9:30 – 13:00 vegna Stefnumótunarþings BHM

Stefnumótunarþing er vettvangur samráðs og stefnumótunar aðildarfélaga bandalagins. Niðurstöður þingsins skulu afgreiddar sem ályktanir og tillögur til umræðu og afgreiðslu á aðalfundi BHM.

31.12.2015 Menntun skal metin til launa - áramótagrein frá formanni

Formenn aðildarfélaga BHM hafa vaxandi áhyggjur af stöðu yngsta hópsins innan raða bandalagsins. Kynslóð þeirra sem nú eru á þrítugs- og fertugsaldri ber þungar byrðar á Íslandi eftir-hrunsáranna. Húsnæðis- og lánakjör sliga marga fjölskylduna. Endurgreiðslur námslána nema tæpum mánaðarlaunum ár hvert. Nýsköpun á vinnumarkaði er með minnsta móti og velferðarkerfið þykir ekki lengur sérstök ástæða til búsetu hér á landi. Staðan er í einu orði sagt óviðunandi.