Fréttir og tilkynningar

9 ágú. 2018 : Félagsdómur staðfestir að trúnaðarmenn skuli hafa greiðan og óskertan aðgang til að sækja nauðsynlega fræðslu

Þann 4. júlí sl. féll dómur í félagsdómsmáli nr. 3/2018 - Alþýðusamband Íslands gegn Akureyrarkaupstað.

30 júl. 2018 : Vinnustaðafundir FÍN - Haust 2018

Formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga mun í haust heimsækja vinnustaði félagsmanna FÍN. Skipulagning vinnustaðafunda stendur nú yfir. Félagsmenn sem hafa óskir um tímasetningar á vinnustaðafundum eða viðtalstímum eru beðnir um að hafa samband við starfsmenn félagsins.

FréttasafnFréttir af BHM

10.8.2018 Nýlegur dómur Félagsdóms hefur fordæmisgildi fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga BHM sem vinna vaktavinnu

Nýlega komst Félagsdómur að þeirri niðurstöðu að starfsmaður Akureyrarbæjar og trúnaðarmaður stéttarfélags ætti rétt á launum án vinnuframlags fyrir kvöldvaktir sem hann átti að vinna á dögum þegar hann sótti námskeið fyrir trúnaðarmenn. Í málinu reyndi á ákvæði um trúnaðarmenn í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga en sambærileg ákvæði eru í kjarasamningum aðildarfélaga BHM á opinberum vinnumarkaði. Því er óhætt að ganga út frá því að sömu sjónarmið og reyndi á í málinu eigi við um trúnaðarmenn aðildarfélaga BHM sem vinna vaktavinnu.