Fréttir og tilkynningar

30 júl. 2014 : Vegna forfalla er laust í Fullsæl

Sumarhús félagsins, Fullsæll í Biskupstungum, er laust vikuna 8.- 15. ágúst nk. Hafir þú áhuga á að leigja þessa viku þá þarftu að senda okkur tölvupóst á netfangið fin@bhm.is.  Engin úthlutunarregla er á þessari viku, en sá sem bókar hana fyrstur fær vikuna og þarf að greiða fyrir vikuna innan tveggja sólarhringa.  Vikuleigan er kr. 23.000.

4 júl. 2014 : Niðurstaða atkvæðagreiðslu - ríki

Niðurstaða í atkvæðagreiðslu um framlengingu á kjarasamningi FÍN og ríkisins liggur fyrir.  Þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 56% (369).  Alls samþykktu 75,6%(279) samninginn, 14,9%(55) sögðu nei og 9,5%(35) skiluðu auðu.   Samningurinn er því samþykktur. 

FréttasafnFréttir af BHM

18.8.2014 Undirbúningsvinna vegna kjarasamninga hafin

Hafin er undirbúningsvinnu fyrir gerð nýs kjarasamnings við ríkið. Samkomulagið við ríkið um launabreytingar sem gerður var í vor rennur út þann 28. febrúar 2015.

Til umfjöllunar eru þættir sem skipta verulegu máli fyrir hagsmuni félagsmanna, eins og launaliður kjarasamningsins, mat á menntun, umgjörð stofnanasamninga, réttindamál, lagaumhverfi, vaktavinna og endurskoðun hvíldarákvæðis.

7.7.2014 Endurskoðun námslánakerfisins brýn

Námslánaskuldir eru orðnar hluti af kjaramálum aldraðra. Þessar skuldir falla ekki niður fyrr en við andlát lántakanda og þróunin hefur orðið sú að námsskuldir fylgja fólki lengra og lengra fram eftir aldri.