Fréttir og tilkynningar

4 sep. 2019 : Hindranir á Norðurlöndunum

Stéttarfélög náttúrufræðinga á Norðurlöndunum sameinast um að benda á hindranir sem verða á vegi félagsmanna þeirra sem hyggjast starfa á hinum Norðurlöndunum og hvetja stjórnvöld til að útrýma þessum hindrunum.

Náttúrufræðingar á Norðurlöndum hafa unnið að því að greina og taka saman upplýsingar um margvíslegar hindranir sem félagsmenn þeirra finna fyrir innan Norðurlandanna, en þær eru fleiri en margir myndu halda, ásamt því að gera tillögur að lausnum.

Afrakstur þessarar samvinnu er skýrsla sem ber heitið „Nordic Work Mobility and Labour Market – for Professional Scientist” og var hún gefin út nú í sumar með fjárstuðningi frá Norðurlandaráði. Þau stéttarfélög náttúrufræðinga á Norðurlöndunum sem standa að þessari skýrslu eru: Félag íslenskra náttúrufræðinga á Íslandi, Jordbrugsakademikerne í Danmörku, Agronomiliitto og Loimu í Finnlandi, Naturviterna í Noregi og Naturveterne í Svíþjóð.

Skýrslan var unnin undir stjórn Naturveterne í Sviþjóð og var ritstjóri skýrslunnar Tobias Lundquist, en höfundar texta voru þau Jacob Holmberg, Tobias Lundquist, Heidi Hännikäinen, Suvi Liikkanen, Trygve Ulset, Maríanna H. Helgadóttir, Jacob Neergaard, Hanne Jensen, Marjaana Kousa og Arja Varis.

30 júl. 2019 : Samningur um gestaaðild

Samningur um gestaaðild sem undirritaður var 25. júní 2019 milli nokkurra félaga á Norðurlöndunum er nú aðgengilegur á vefsvæði félagsins.  Sjá nánar.

24 júl. 2019 : Tilkynning um lokun skrifstofu félagsins vegna sumarleyfa starfsfólks

Lokað verður á skrifstofu FÍN 25.-26 júlí og 1.-2. ágúst. Í neyðartilvikum hafið samband við formann félagsins, Maríönnu H. Helgadóttur, í síma 864-9616. 

9 júl. 2019 : Frestun kjarasamningsviðræðna fram í ágúst

Kjaraviðræðum FÍN við samninganefnd ríkisins (SNR), samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Reykjavíkurborg hefur verið frestað fram í ágúst með undirritun viðræðuáætlunar við viðsemjendur ásamt ákvæðum um eingreiðslu til handa þeim félagsmönnum sem uppfylla tiltekin skilyrði um slíka eingreiðslu.