Fréttir og tilkynningar

23 maí 2019 : Skrifstofa FÍN lokuð vegna aðalfundar BHM

Í dag, 23. maí 2019, er haldinn aðalfundur BHM á Hóteli Reykjavík Natura og af þeim sökum verður skrifstofa lokuð.

14 maí 2019 : Undirritun stofnanasamnings

FÍN hefur undirritað stofnanasamning við Tryggingastofnun ríkisins

29 apr. 2019 : 1. maí 2019 - FÍN hvetur félagsmenn til að mæta!

1-mai-19-dagskra

Félag íslenskra náttúrufræðinga hvetur félagsmenn FÍN til að mæta í 1. maí hátíðarhöldin á alþjóðlega baráttudegi launafólks. Félagsmenn eru hvattir til að mæta í Borgartún 6 milli kl. 12:30 og 13:20og sækja sér kröfuspjöld og jafnvel þiggja kaffidreitil áður en lagt er af stað í gönguna sem hefst kl. 13:30.

 

23 apr. 2019 : Vegna umræðu um styttingu vinnuvikunnar

Á nýgerðum kjarasamningum á almennum markaði var samið um styttingu vinnuvikunnar. Í því samhengi er nauðsynlegt að benda á það fyrirkomulag sem er í gildandi kjarasamningum FÍN. 

Í kjarasamningum FÍN er 40 stunda vinnuvika hvort sem unnið er á almennum markaði eða opinberum markaði.  Virkur vinnutími, án kaffitíma, er 37 klst. og 5 mínútur, á viku. Hægt er að semja um það hvenær kaffitímar eru teknir sem eru tveir 15 mín. og 20 mín. hvor, en þeir teljast innan 8 tíma vinnudags, en teljast ekki til virks vinnutíma.