Fréttir og tilkynningar

16 okt. 2017 : FÍN hefur vísað kjaradeilu sinni við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs til ríkissáttasemjara.  

Ríkissáttasemjari mun kalla aðila til fundar og munu viðræður aðila framvegis fara fram undir umsjón og eftir ákvörðun hans.

13 okt. 2017 : Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar 2017

Föstudaginn 27. október næstkomandi verður árleg ráðstefna um rannsóknir Vegagerðarinnar haldin í sextánda sinn. Ráðstefnan verður í Kaldalóni í Hörpu.

5 okt. 2017 : Vinnuverndarvikan 2017

Vinnueftirlitið stendur fyrir vinnuverndarráðstefnum 6. og 19. október undir yfirskriftinni "Vinnuvernd alla ævi "

21 sep. 2017 : Orlofshús FÍN við Fullsæl til sölu

Húsið er að Lækjarbraut 4 í landi Syðri-Reykja. Fasteignasala Suðurlands annast söluna.