Fréttir og tilkynningar

8 júl. 2025 : Kjarasamningur undirritaður við RML

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins og FÍN - Félags íslenskra náttúrufræðinga. Samningurinn byggir á fyrri samningi þessara aðila frá 2022.

Samningurinn er aðgengilegur hér á vefnum og er félagsfólk FÍN hvatt til að kynna sér samninginn gaumgæfilega. Hann verður einnig kynntur rafrænt á næstu dögum en gengið verður til rafrænna kosninga um hann á morgun, þriðjudaginn 8. júlí og mun sú kosning verða opin fram yfir kynningu.

2 júl. 2025 : Undirritaður hefur verið viðauki við stofnanasamning Landbúnaðarháskóla Íslands

Undirritaður hefur verið viðauki við stofnanasamning milli FÍN og Landbúnaðarháskóla Íslands. Um er að ræða viðauka við núgildandi stofnanasamning og tekur hann gildi 1. júlí 2025. Viðaukinn hefur verið vistaður hér á vefnum og er aðgengilegur hér ásamt öðrum stofnanasamningum.

3 jún. 2025 : Kjarasamningur undirritaður við Samtök atvinnulífsins!

Undirritaður hefur verið nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins og FÍN- Félags íslenskra náttúrufræðinga.  Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi frá árinu 2021. Samninginn má skoða hér. Félagsfólk FÍN er hvatt til að kynna sér samninginn gaumgæfilega.

28 maí 2025 : Stofnanasamningur undirritaður!

Undirritaður hefur verið stofnanasamningur milli FÍN og Veðurstofu Íslands. Um er að ræða stofnanasamning sem tekur gildi 1. júní næstkomandi. Samningurinn hefur verið vistaður hér á vefnum og er aðgengilegur hér ásamt öðrum stofnanasamningum.