Fréttir og tilkynningar

9 júl. 2019 : Frestun kjarasamningsviðræðna fram í ágúst

Kjaraviðræðum FÍN við samninganefnd ríkisins (SNR), samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) og Reykjavíkurborg hefur verið frestað fram í ágúst með undirritun viðræðuáætlunar við viðsemjendur ásamt ákvæðum um eingreiðslu til handa þeim félagsmönnum sem uppfylla tiltekin skilyrði um slíka eingreiðslu.

IMG_4899-Noregur-2

25 jún. 2019 : Undirritun samnings um gestaaðild

Í dag undirrituðu formenn sjö stéttarfélaga náttúrufræðinga á Norðurlöndunum samning um gestaaðild. Umræddur samningur heimilar félagsmönnum okkar að sækja um gestaaðild að einhverju þeirra sjö stéttarfélaga ef þeir starfa eða eru í námi í því landi (gestgjafalandi). Gestaaðild tryggir félagsmönnum okkar þjónustu í því landi án endurgjalds en félagsmenn halda áfram að greiða félagsgjald til stéttarfélags síns í sínu heimalandi.

Félagið hefur verið mjög spennt yfir gerð þessa samnings og með undirritun hans nær þjónusta við félagsmenn FÍN núna út fyrir landsteinanna að því marki sem viðkomandi stéttarfélög geta veitt. Sú þjónusta sem veitt yrði af hálfu samstarfsstéttarfélaga okkar væru sú sama og viðkomandi stéttarfélag veitir sínum félagsmönnum.

14 jún. 2019 : Sumarstarfsmaður

BS-MyndBerglind Sigurðardóttir mun starfa hjá okkur í sumar og mun taka að sér ýmis átaksverkefni hjá félaginu. Berglind er arkitekt að mennt, en starfaði áður hjá WOW air. Hún hefur starfað að mörgum fjölbreyttum verkefnum hjá WOW air og innleitt ýmsa verkferla og umbætur í þeim öra vexti sem WOW var í.

11 jún. 2019 : Undirritaður stofnanasamningur milli FÍN og Náttúrustofu Vestfjarða

Þann 10. maí 2019 var undirritaður stofnanasamningur milli FÍN og Náttúrustofu Vestfjarða. Um er að ræða tvo stofnanasamninga, annar tekur gildi 1. júní 2016 og hinn tekur gildi 1. janúar 2018 . Samningarnir hafa verið vistaður á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér efni samninganna og geta ávallt leitað til félagsins vakni upp einhverjar spurningar.