Fréttir og tilkynningar

19 mar. 2019 : Aðalfundarboð

Aðalfundur FÍN verður haldinn 28. mars 2018 kl: 13:00 að Borgartúni 6, 4. hæð í fundarsalnum Ási. Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast kl: 14:00. Boðið verður upp á hressingu frá kl: 12:45 og léttar veitingar að aðalfundi loknum.

Frekari upplýsingar er að finna í 2. tbl. fréttabréfs FÍN

19 mar. 2019 : Fréttabréf FÍN 34. árg. 2. tbl.

Annað tölublað af Fréttabréfi FÍN liggur nú fyrir og er aðgengilegt félagsmönnum hér.

Í fréttabréfinu er fjallað um aðalfund FÍN, boðun fundar, dagskrá og önnur mál honum tengdum. Sérstök athygli er veitt á skráningu á aðalfund með rafrænni skráningu - sjá hér

13 mar. 2019 : Námskeið hjá BHM - Leiðir til að forðast kulnun

Vegna mikils áhuga verður námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM um leiðir til að forðast kulnun haldið í þriðja sinn þriðjudaginn 2. apríl í Ásbrú, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6, milli kl. 9:00 og 12:30. 

Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu en skrá þarf þátttöku fyrirfram á vefsíðu BHM

Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gildir reglan ,,fyrstir koma, fyrstir fá“.

26 feb. 2019 : Auglýst er eftir framboðum til trúnaðarstarfa innan BHM

Uppstillinganefnd BHM hefur óskað eftir tilnefningum frá aðildarfélögum BHM í eftirtaldar trúnaðarstöður, sjá auglýsingu á vefsvæði BHM. Félagsmenn FÍN eru hvattir til að kynna sér meðfylgjandi auglýsingu og gefa kost á sér í lausar trúnaðarstöður og tilkynna um framboð sitt til FÍN eigi síðar en kl. 10:00 þann 4. mars nk. með því að senda tölvupóst á fin@bhm.is

Stjórn FÍN mun fjalla um allar tilnefningar sem berast á félaginu á stjórnarfundi þann 4. mars nk. og taka afstöðu til þess hverja stjórn tilnefnir til uppstillinganefndar BHM. FÍN getur aðeins tilnefnt einn aðila í auglýstar trúnaðarstöður. 

Allar frekari upplýsingar veitir formaður félagsins, Maríanna H. Helgadóttir, um netfangið formadurfin@bhm.is eða í síma 864-9616. 

Framboðum skal skila með tölvuósti á netfangið fin@bhm.is.   

(Fréttinni var breytt 26.02.2019)