Orlofsvalkostir

Félagsmenn hafa aðgang að Orlofssjóði BHM, orlofshúsum FÍN og öðrum völdum valkostum

  • Fiðrildi: Brynja Hrafkelsdóttir
    Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir

FÍN býður félagsmönnum upp á tvö orlofshús í heilsársleigu.

Samstarfssamningur er í gildi um fræðimannaíbúðina Hraun í Öxnadal og hafa félagsmenn FÍN forgang á því að leigja hana.  Félagsmenn FÍN hafa einnig möguleika á því að setja inn upplýsingar um sín hús sem þeir vilja leigja öðrum félagsmönnum FÍN. 

Allir félagsmenn FÍN hafa aðgang að Orlofssjóði BHM sem býður upp á fjölda orlofshúsa og íbúða um allt land og erlendis, afsláttarávísanir, veiðikort og hótelmiða.

Félagsmenn sem greiða ævigjald í Orlofssjóð BHM þegar þeir hefja töku lífeyris geta lagt fram kvittun fyrir greiðslu á skrifstofu FÍN og óskað eftir endurgreiðslu á gjaldinu ef þeir uppfylla þau skilyrði sem sett eru fyrir endurgreiðslunni.

Orlofshús FÍN

Orlofshús FÍN eru fyrir félagsmenn í FÍN og eftirfarandi orlofshús er um að ræða:

Laus hús, verðskrá og úthlutunarreglur:

Umsóknareyðublöð:

Frá og með fyrsta föstudegi í september og til síðasta föstudags í maí er orlofshúsunum úthlutað í samræmi við óskir félagsmanna hvort sem um er að ræða heilar vikur, helgar eða staka daga.  Á þessu tímabili gildir úthlutunarreglan fyrstur kemur fyrstur fær.  Hér fyrir neðan er umsóknareyðublað til að sækja um hús yfir vetrartímann:

Um úthlutanir orlofshúsa yfir sumarmánuðina og um páskana gilda úthutunarreglur félagsins.  Hér fyrir neðan eru þau umsóknareyðublöð:


Hraun í Öxnadal

Samstarf er á milli Menningarfélags Hrauns í Öxnadal annars vegar og FÍN og Rithöfundarsambands Íslands hins vegar um að félagar í þessum samtökum eigi forgang að því að leigja fræðimannsíbúð að Hrauni í Öxnadal viku í senn gegn vægu gjaldi. Félagsmenn eru beðnir að hafa samband við Hönnu Rósu Sveinsdóttur í síma 898 2528 eða senda umsókn um dvöl á netfangið hanna@minjasafnid.is


Orlofssjóður BHM

Orlofssjóður BHM er opinn fyrir alla sjóðsfélaga en flest allir félagsmenn í FÍN eiga aðild að Orlofssjóði BHM.

Orlofssjóður BHM á fjölda orlofshúsa og íbúðir víða um land sem eru í heilsársleigu, auk afsláttaávísana í flug, hjá ferðafélögum, vegna veiði og hótelgistingar.  Einnig eru leigðar út íbúðir og orlofshús erlendis.

Fylgist með í orlofsblaði Orlofsblaði BHM sem er gefið út árlega. 

Bókanir og nánari upplýsingar má finna á bóknunarvef Orlofssjóðs BHM