Þjónusta FÍN

 • Álft: Brynja Hrafnkelsdóttir
  Mynd: Brynja Hrafnkelsdóttir

Félagið er stéttarfélag fyrir félagsmenn sem hafa viðurkennt háskólapróf í raunvísindum /náttúrufræðum/arkítektúr.

Félaginu er umhugað um að veita sem besta þjónustu og býður m.a. upp á hagsmunagæslu á sviði kjara- og réttindamála, túlkun á samningum og ráðgjöf í ágreiningsmálum.  

Þjónusta við félagsmenn

Þjónustustig félagsins er háð því hvort um sé að ræða virka eða óvirka félagsmenn. Virkir félagsmenn hafa greitt félagsgjöld til félagsins síðustu 6 mánuði. Óvirkir félagsmenn hafa ekki greitt til félagsins síðustu 6 mánuði og ekki sagt sig úr félaginu.

Félagið veitir virkum félagsmönnum þjónustu m.a:

 • Ráðgjöf vegna kjara- og réttindamála.
 • Ráðgjöf vegna ráðningarsamninga.
 • Upplýsingar varðandi launakjör og launaþróun.
 • Fræðslu frá formanni út á stofnunum/fyrirtækjum þar sem félagsmenn starfa.
 • Lögfræðiþjónustu á sviði vinnuréttar.
 • Aðstoð við lausn ágreiningsmála á vinnustað.
 • Ráðgjöf til félagsmanna í atvinnuleit og styrki til atvinnulausra félagsmanna.
 • Félagið er talsmaður/fulltrúi félagsmanna í einstaklingsmálum, ef óskað er eftir.
 • Félagið gerir kjarasamninga fyrir félagsmenn hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði.
 • Aðgang að sjóðum BHM (sjúkrasjóðir, orlofssjóður, starfsmenntasjóðir).
 • Aðgang að orlofshúsum OBHM.
 • Styrki úr Vísindasjóð FÍN (félagsmenn hjá sveitarfélögum).

Félagið veitir óvirkum félagsmönnum þjónustu m.a:

 • Ráðgjöf vegna ráðningarsamninga.

Ítarefni

Verklagsreglur FÍN um greiðslu lögfræðikostnaðar

Fáðu frekari upplýsingar og ráðgjöf hjá félaginu, áður en þú aðhefst, í síma 595 5175 eða hjá framkvæmdastjóra FÍN. Verklagsreglur um lögfræðiaðstoð sem félagið veitir félagsmönnum sínum eru eftirfarandi:

 1. Félagsmaður hefur ekki heimild til þess að ráða lögfræðing eða aðra í nafni félagsins á þeirri forsendu að félagið muni koma til með að borga fyrir þá þjónustu.
 2. Telji félagsmaður að brotið hafi verið á kjarasamningsbundnum réttindum hans þá á félagsmaður fyrst af öllu að leita til félagsins eftir ráðgjöf.
 3. Meti félagið að lögfræðiaðstoðar sé þörf þá ákveður það hvaða aðili taki málið að sér, ræður lögfræðing formlega til verksins og kemur honum inn í málið. Félagið greiðir aðeins lögfræðikostnað að öllu leyti eða að hluta vegna brota á kjarasamningsbundnum réttindum félagsmanna.
 4. Ef félagsmaður telur að um undantekningartilvik sé að ræða og þessar reglur eigi ekki við um hans mál þá getur hann sent erindi til stjórnar félagsins til frekari meðferðar.