24 apr. 2013

Ný bók Háskólaútgáfunnar á tilboði: Náttúruvá á Íslandi  

Útgáfa Háskólaútgáfunnar um sögu eldgosa og jarðskjálfta á Íslandi á tilboði fyrir félagsmenn FÍN

Í bókinni er saga eldgosa og jarðskjálfta á Íslandi rakin og að nokkru annars staðar á hnettinum, frá elstu heimildum til okkar daga. Félagsmönnum FÍN býðst þessi bók á 17.910 kr. en fullt verð er 19.900 kr.

Í þessu stórvirki er saga eldgosa og jarðskjálfta á Íslandi rakin og að nokkru annars staðar á hnettinum, frá elstu heimildum til okkar daga, félagsmönnum FÍN býðst þessi bók á 17.910 kr. en fullt verð er 19.900 kr.

Um verkið

Ritstjórar: Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason
Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar er bæði fræðirit fyrir almenning og uppsláttarrit fyrir vísindamenn. Greint er frá eðli þessara náttúrufyrirbæra og þeirri vá sem af þeim stafar. Margir helstu sérfræðingar landsins hafa lagt til efni í bókina, en höfundar eru nærri 60 talsins.  Fyrir utan ítarlega umfjöllun á eldvirkni og jarðskjálftum sem hafa valdið okkur þungum búsifjum gegnum tíðina, er sagt frá nýjustu rannsóknum í jarðvísindum og jarðskjálftafræði sem tengjast Íslandi.  Er bókin þannig einstakt yfirlit yfir þekkingu okkar á þessum þáttum íslenskrar náttúru.

Aðalritstjóri bókarinnar er Júlíus Sólnes, fv. prófessor og umhverfisráðherra. Ritstjóri eldgosahluta er Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og jarðskjálftahluta Bjarni Bessason, prófessor við Umhverfis- og bygginarverkfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.  Bókin, sem er gefin út af Viðlagatryggingu Íslands í samvinnu við Háskólaútgáfuna, er 786 bls. Í henni eru nærri 1000 ljósmyndir, kort og skýringarmyndir. Náttúruvá á Íslandi er án efa eitt ítarlegasta og efnismesta rit um eldvirkni og jarðskjálfta á Íslandi sem gefið hefur verið út, frá því að Þorvaldur Thoroddsen skrifaði bækur sínar um sama efni fyrir hartnær 100 árum.

Tilboð

Tilboð á bókinni til félagsmanna er kr 17.910.- en fullt verð er 19.900.- Greiðslu má skipta á greiðslukorti í tvær greiðslur sem greiðast á þriggja mánaða tímabili. Sendingargjald er kr 1200 enda er bókin nokkuð þung. Greiðslan er því kr 9.550.- í hvort skipti. Sendingargjald má spara sér með að sækja bókina í útgáfuna að Dunhaga 18 eftir að hafa gengið frá greiðslu ( greiðsla er þá 2 x 8.955.- ), annaðhvort með svarpósti eða að hringja í síma 5814070 eða 6996303 og gefa upp nafn, heimilisfang, kt. og kortnr.

Með góðri kveðju frá Háskólaútgáfunni

Sigurður, sigurduring@internet.is