11 júl. 2017

Lífeyrissjóðum heimilað að taka á móti tilgreindri séreign 

Sjóðfélagar lífeyrissjóða sem ráðstafa hluta í séreignasjóð ráða sjálfir í hvaða séreignasjóð það verður skv. Fjármálaeftirlitinu

Um síðastliðin mánaðamót tóku gildi breytingar á samþykktum hjá fjölda lífeyrissjóða þar sem þeim var heimilað að taka á móti svokallaðri tilgreindri séreign. 


Í dreifibréfinu sem birt er hér fyrir neðan fer Fjármálaeftirlitið fram á að lífeyrissjóðir upplýsi sjóðfélaga sína um rétt sinn til að ráðstafa séreignarhluta iðgjalds vegna lágmarkstryggingaverndar til annars aðila. Þá fer Fjármálaeftirlitið fram á að lífeyrissjóðir yfirfari heimasíður sínar og fjarlægi villandi upplýsingar um framangreint og leiðrétti fréttaflutning sinn ef tilefni er til.

FÍN hvetur félagsmenn sem eiga aðild að lífeyrissjóðum á almennum markaði til að kanna rétt sinn hjá viðkomandi lífeyrissjóði. 
(PDF skjal) Dreifibréf Fjármálaeftirlitsins til lífeyrissjóða