9 apr. 2014

Verkfallsboðun hjá Reykjavíkurborg

Í dag, 9. apríl 2014, fór fram atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem starfa hjá Reykjavíkurborg um boðun verkfalls.  Alls voru 51 félagsmaður á kjörskrá og 40 greiddu atkvæði eða 78,4%.  Niðurstaðan var afgerandi, alls sögðu 36 eða 90% já við verkfallsboðun.  Tveir sögðu nei og tveir seðlar voru ógildir.  Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga hafa því samþykkt  að hefja verkfall hjá Reykjavíkurborg þann 25. apríl 2014, kl. 08:00, hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma.  Viðsemjanda og ríkissáttasemjara hefur verið tilkynnt um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.