7 sep. 2022

Fjármál og fjármálalæsi

Námskeið fyrir félagsfólk FÍN, þriðjudaginn 13. sept. kl.11-12 á Teams. 

Verðbólgan er í hæstu hæðum á Íslandi og sjaldan verið mikilvægara að kunna að fara vel með peninga sína og eignir. En hvar á að byrja?

Björn Berg Gunnarsson ætlar að fara yfir þau atriði í heimilisbókhaldinu sem fólk þarf að huga að, ræða fjármálalæsi og hvar er mikilvægast að byrja.

Björn er deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, og gaf út bókina Peningar haustið 2021.

Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg í viku í kjölfarið á lokuðu svæði fyrir félagsfólk á vef BHM.